Úrval - 01.01.1970, Page 68

Úrval - 01.01.1970, Page 68
66 ÚRVAL menn Grouchys, sem þar voru á ferð, heldur prússneskir hermenn undir stjórn Bluchers. Þeir voru ekki færri en 70 þús. talsins, og nú réðst þetta ofurefli liðs á hægri fylkingararm Napoleons. Eftir ósigurinn við Ligny hélt hin aldna prússneska hetja með lið sitt í stórum sveig til norðurs og vest- urs í stað þess að hörfa til Namur, og urðu Prússar þannig viðskila við óvinaherinn, sem Grouchy stjórn- aði. Það var þetta snilldarlega her- bragð Bluehers og hreysti og þol- gæði hermanna Wellingtons, sem daglangt vörðust ofurefli liðs, sem réðu úrslitum orrustunnar við Wat- erloo. Það voru hvorki Bretar né Rússar einir, sem þar gengu með sigur af hólmi, heldur báðir sam- eiginlega með dyggilegri liðveizlu Hollendinga og Þjóðverja. Jafnvel á þeirri hræðilegu stundu, er Prússar komu Frökkum í opna skjöldu að austan, átti Napoleon þess kost að láta þegar undan síga og bjarga þannig meginstyrk franska hersins í þeim tilgangi að leggja til atlögu daginn eftir. Enn- þá var ekkert mannfall orðið í líf- verði keisarans og sama var að segja um herafla Grouchys, sem í tólf mílna fjarlægð hélt uppi árás- um á öftustu herdeildir Prússa. Með því að hörfa 1 skyndingu hefði Na- poleon sennilega tekizt að bjarga 50 þús. manna, er síðan hefðu gengið til liðs við Grouchy og hans menn. í stað þess afréð Napoleon að gera lokatilraun til þess að ryðja sér braut til Brússel. Nokkur hluti lífvarðarins hélt uppi vörnum gegn framsveitum Prússa, en meginaíli hersins gerði síðasta örvæntingarfulla áhlaupið á hersveitir Wellingtons. Hvorum tveggja mistókst með öllu. Þegar dagur var að kvöldi kominn, var franski herinn dreifður á óskipu- legu undanhaldi, en eftir lágu á vígvellinum 30 þús. fallinna franskra hermanna. Af liði Well- ingtons voru 15 þús. fallnir, en af liði Prússa aðeins 5 þús., enda hófu þeir ekki bardaga, fyrr en síðla dags. Riddaralið þeirra, sem var óskert að kalla, rak flótta Frakka alla leið til Parísar. Söguhetja okkar, sem allan tím- ann hafði setið uppi í trénu í Soig- nesskógi, klifraði niður að morgni næsta dags og hélt út á Waterloo sléttuna til þess að veita þeim þús- undum særðra manna og dauðvona, sem þar lágu í valnum, þá hjálp, er hann mætti. Þar var hræðileg aðkoma. Engar ráðstafanir höfðu verið gerðar til þess að lina þján- ingar hinna særðu. Hann og aðrir megnuðu lítið annað en að sækja vatn til þess að svala sárum þorsta þessara vesalinga, sem engdust af kvölum á vígvellinum, meðan sólin hellti brennandi geislum sínum yf- ir flakandi sár þeirra. Seinna skrifaði Jörundur: „Ég dvaldi nokkra daga í grennd við vígvöllinn; það sem þar bar fyr- ir augu hafði lamandi áhrif á mann- legar tilfinningar. Stunur og neyð- aróp deyjandi hermanna gengu mér að hjarta; sumir hrópuðu ákaft á vatn, aðrir grátbændu mig um að stytta sér aldur og binda þannig endi á kvalastríðið. Fátt eitt var unnt að gera til hjálpar. Og þó að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.