Úrval - 01.01.1970, Blaðsíða 72

Úrval - 01.01.1970, Blaðsíða 72
70 ÚRVAL Jörundur skrifar síðar um þessa Parísardaga: „Það var mjög fróðlegt að virða fyrir sér hinn mikla mannfjölda af ýmsum þjóðernum, sem hvarvetna var á götum og torgum í borg- inni og víðar. í París voru saman komnir í þennan tíma mestu þjóð- höfðingjar álfunnar, æðstu herfor- ingjarnir og víðfrægustu stjórn- málamennirnir. Glaðværir menn og forvitnir, slóttugir, lærðir, heimsk- ir -—• allir fjölmenntu til Parísar þessa daga. Sumir voru auðugir að fé, en reiddu ekki vitið í þverpok- um; aðrir bættu sér upp með slótt- ugheitum, það sem á skorti verald- lega auðlegð. Þessi mikli ferða- mannastraumur var vatn á myllu borgarbúa, enda kunnu þeir vel þá list að auðgast á heimsku annarra. Verzlunar- og kaupsýslumenn fengu gott verð fyrir vörur sínar, og spila- vítin græddu of fjár af þeim, sem voru nógu heimskir til þess .að leggja leið sína að spilaborðunum; atvinna þeirra stéttar, sem Frakkar nefna filles de joie, var lífvænlegri en nokkru sinni fyrr. í stuttu máli sagt: þetta voru miklir uppgangs- tímar fyrir alla þá, sem atvinnu höfðu af þjófnaði, ólifnaði og svik- um“. Friðarsamningarnir stóðu yfir í fjóra mánuði, frá því í ágúst og fram í nóvember. Allan þann tíma var Jörundur óþreytandi að skrá- setja upplýsingar og kviksögur, sem hann afhenti brezka séndiráðinu jafnóðum. Hlutverk hans var eink- um að kynna sér viðhorf Frakka gagnvart sigurvegurunum. Napole- on og konunginum. En jafnframt var til þess ætlazt, að hann skrifaði hjá sér hvað eina, er hann kæmist á snoðir um, varðandi siði og venjur Frakka, allt frá stjórnarbyltingunni 1789 og fram til þess, er Napóleon beið ósigur. Allar þessar upplýsing- ar, sem aflað var af Jörundi og fjöl- mörgum öðrum njósnurum, voru sendar til Englands, og þar voru þær athugaðar gaumgæfilega með tilliti til hagnýtrar notkunar á sviði verzlunar og stjórnmála. Jörundi verður tíðrætt um spila- víti Parísarborgar, enda var hann þar öllum hnútum kunnugur. Hve- nær sem hann komst höndum yfir nokkra fjárupphæð, sólundaði hann henni jafnóðum í fjárhættuspil, og sjálfsagt hefði hann komizt á von- arvöl löngu fyrr en raun varð á, ef hann hefði ekki notið alveg sér- stakrar fj árhagslegrar aðstöðu sem brezkur njósnari. Átakanlegar eru lýsingar hans á sálarstríði þess manns, sem er svo heltekinn af spilafýsn, að hann á sér engrar und- ankomu auðið, þrátt fyrir góðan ásetning. Þær upplýsingar voru annað og meira en skýrsla venju- legs njósnara; þær voru neyðaróp þess manns, sem sjálfur hafði orðið spilafýsninni að bráð. Þegar friðarsamningarnir voru að lokum undirritaðir, hinn 20. nóvem- ber, sá Castlereagh lávarður svo um, að Jörundur fengi í hendur digran sjóð til austurfararinnar. Peningar þessir voru ekki einungis ætlaðir til greiðslu ferðakostnaðar, heldur var og til þess ætlazt, að Jörundur mútaði embættismönnum og öðrum þeim, sem upplýsingar gætu látið í té, ef þess gerðist þörf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.