Úrval - 01.01.1970, Qupperneq 73
JÖRUNDUR HUNDADAGAKONUNGUR OG . . .
71
Hans göfgi, lávarðurinn, var mjög
ánægður með störf Jörundar í Par-
ís og hugði nú gott til árangurs af
Austur-Evrópu-ferðinni.
Það sem í rauninni gerðist, er
sorgleg lýsing á veiklyndi fjár-
hættuspilarans. Jörundur segir svo
frá í endurminningum sínum, er
hann ritaði mörgum árum síðar:
„Kg lagði leið mína í spilahús eitt
í París, en ætlaði mér alls ekki að
spila, aðeins að horfa á. En ég gat
ekki staðizt freistinguna. í§g lagði
undir, og til allrar óhamingju, ligg-
ur mér við að segja, vann ég; en
svo fór ég að tapa, og á hverju
kvöldi í langan tíma hélt ég áfram
að tapa.
Þetta atferli sýnir, hve hörmu-
lega sá maður er á sig kominn, sem
fallið hefur fyrir innra óvini eins
og hinni djöfullggu spilafýsn. Eg
hélt áfram að spila fullur örvænt-
ingar, unz ég hafði tapað öllu, nema
skyrtunni, esm ég stóð í. Svo seldi
ég hana líka fyrir sjö franka einn
kaldan desemberdag. Að því búnu
hneppti ég frakkanum mínum upp
í háls og hélt af stað fótgangandi
út um austurhlið borgarinnar."
Þá var klukkan 4 e.h. hinn 3. des-
ember 1815.
í fyrstu lá leiðin um brunnar
borgir í nístandi vetrarkulda, en
síðar var haldið um blómleg héruð
í geislandi sumarsól. Stundum átti
ferðalangurinn ekki annarra farar-
tækja völ en hesta postulanna, en
þess á milli ferðaðist hann í skraut-
legustu vögnum, sem þá var kostur
á: ýmist hafði hann fullar hendur
fjár eða hann var snauðari en hinn
snauðasti beiningamaður. Þannig
var þessi ferð, þrungin andstæðum
og ævintýrum; henni lauk ekki fyrr
en eftir tvö ár, en af henni er önnur
saga.
Ef manneskjan er í síðbuxum og síðhærð, er hún áreiðanlega stúlka
eða piltur.
Ernest Johnson.
Fyrsta boðorðið í hverju siðmenntuðu
mönnunum að vera ólíkir hver öðrum.
þjóðfélagi er þetta: Leyfið
David Greyson.
Sá maður, sem á allt, er með minni
hann á þar á meðal eiginkonu.
vangaveltur vegna þess, ef
■John M. Henry.
Sér.hver maður, sem er verður að bera það nafn, hefur safnað sér
efni í heila þyrnikórónu, þegar hann er orðinn hálffimmtugur. Vanda-
málið er bara fólgið í því, hvernig á að læra að bera hana glæsilega.
Christopher Morley,