Úrval - 01.01.1970, Síða 78

Úrval - 01.01.1970, Síða 78
76 ÚRVAL Lúðvík starði á hana hugfanginn á svip, er hún tók til að dansa æs- andi dans frammi fyrir honum. Hún töfraði hjarta konungsins með hin- um bylgjandi hreyfingum líkama síns. Um kvöldið kom Lola Montez fram í Hirðleikhúsinu í Miinchen og sýndi þar danslist sína. Og sama kvöldið hófst líka hin furðulega saga um „Lolustjórnartímabilið í Bæjaralandi.“ Lúðvík konungur var 61 árs að aldri, þegar hin töfrandi Lola dans- aði inn í líf hans. Hann var hávax- inn og gráhærður. Hann var farinn að finna til nokkurs lífsleiða vegna þeirrar vissu sinnar, að endalok lífs hans væru nú smám saman að nálg- ast. En samt var hann ánægður yfir því, að hann hafði ekki stjórnað þjóð sinni óviturlega og að honum hafði tekizt að bjarga henni í gegn- um hið stormasama tímabil eftir stjórnarár Napóleons. Hann gerði sér grein fyrir því, að sumar þjóðir Evrópu voru að vísu auðugri, en samt vissi hann ofur vel, aS það voru ýmsar aðrar, sem urðu að sætta sig við miklu óblíðara hlut- skipti en íbúar Bæjaralands. Nú var hann óðum að eldast, og því var ekki hægt að áfellast hann harð- lega, þótt hann léti svolítið undan vaxandi öldu afturhaldsafla meðal embættismanna, sem gerðu nú til- raunir til þess að ná stjórnartaum- unum í sínar hendur undir leiðsögn svo kænna og veraldarvanra manna sem Metternich. Hann hafði verið góður einvaldskonungur, þegar á allt var litið. Það var að vísu staðreynd, að sumt málsmetandi fólk áleit hann svolítið ruglaðan í kollinum vegna hinnar stöðugu og ótrúlegu ástar hans á öllum listum, hrifningar hans af byggingarlist, málaralist og rúst- um hins forna Grikkjaveldis og Rómaveldis. Og það kann að vera, að skattarnir, sem hann varði sum- part til þess að svala þessum ástríð- um sínum, hafi verið nokkuð þung- bærir fyrir þá góðu þegna, sem hann stjórnaði. En þetta voru ekki illir lestir, enda hafði þessi ástríða hans komið litla þýzka héraðinu, sem þegnarnir kölluðu konungsríki, mjög svo til góða á ýmsan hátt. Hann hafði umbreytt götum Munch- enborgar. Þær höfðu áður verið eins konar kúagötur, en voru nú orðnar að breiðgötum, sem teygðu sig borg- arendanna á milli. Hann hafði látið endurreisa Hirðleikhúsið, hafði reist margar fagrar kirkjur og nýtt Rík- isbókasafn. Einnig hafði hann látið gera hina miklu St. Bonifacekirkju. Hinn frægi arkitekt Klenze hafði látið reisa fyrir hann hið tilkomu- mikla safn, Pinakothek, fyrir dýr- legt safn málverka frá ýmsum öld- um, en það safn hafði hann gefið þjóðinni. Klenze hafði einnig reist ,,Valhöll“ eða Frægðarhöllina fyrir hann. Úr þeirri byggingu mátti sjá yfir Dóná við Regensburg, en í byggingu þeirri standa nú brjóst- myndir af látnum mikilmennum Bæjaralands. Hann hafði gert Bæj- araland frægt fyrir hinar fjölmörgu, sígildu grísku og rómversku högg- myndir, sem hann hafði flutt þang- að úr rústum hinna fornu menn- ingarríkja. Og hann hafði dreift
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.