Úrval - 01.01.1970, Page 82

Úrval - 01.01.1970, Page 82
80 ÚRVAL „bergnuminn". Og hann var orð- inn alger þræll hennar, áður en vikan var á enda Hann lét útbúa handa henni dýrlega íbúð við Bárerstrasse, nálægt konungshöll- inni, og dvaldi langtímum hjá henni á degi hverjum. Og hann varð sí- fellt djarfari, er dagar liðu og hann dvaldi oftar í svefnherbergi hinnar fögru Lolu, gekk með henni um unaðsfagra skógana í Nymphenburg eða ók með henni um iðjagrænar sveitirnar umhverfis borgina. Að undirlagi hennar snerist hann til varnar gegn hinum afturhalds- sömu „Ultramontainistum“, sem höfðu náð yfirhöndinni í hinu frjálslynda og friðsama Bæjara- landi, sem hann unni svo heitt. Hann gaf út fyrirskipun, að afnema skyldi hina ströngu ritskoðun, og hann kom á frjálslegra skipulagi í skólunum. Jesúítarnir, sem réðu mestu í skólakerfi landsins, urðu órólegir yfir þessari þróun mála og gerðu tilraun til þess að múta henni og hóta jöfnum höndum til þess að fá hana til að yfirgefa landið. Að undirlagi Metternichs skutu þeir máli sínu til systur Lúðvíks, keisaraynjunnar í Vínarborg, og báðu hana að reyna að sjá svo um, að þeir losnuðu við þessa lostfögru, en jafnframt skynsömu kvenper- sónu, sem eyðilegði aliar þeirra áætlanir og væri nú komin á veg með að binda hendur þeirra al- gerlega. Hún brosti fyrirlitlega og svaraði bara: „II a toujours le feu aux flancs“ („Hann hefux alltaf eld í lendunum"). Svo sendí hún Lolu leynileg skilaboð og bauð henni 2000 pund fyrir að slíta samband- inu við konung. En það fór á sama veg og áður. Líkt og það reyndist ekki unnt áður að múta henni til að vera kyrr, var nú ekki heldur hægt að múta henni til að fara. Hún sýndi Lúðvík bréfið með mútutil- boðinu, og svo kastaði hún því í eldinn með fyrirlitningarsvip. Lúð- vík gerðist nú þræll hennar í enn ríkari mæli en áður. Tveim mánuðum eftir að þau höfðu hitzt, gaf Lúðvík út stjórnar- tilskipun, og í henni voru skólarnir teknir af kirkjunni, þannig að hún hafði ekki neitt yfir þeim að segja lengur. Þess í stað lét hann hefja kennslu með nútímalegu sniði án áhrifa nokkurra trúarflokka. And- stöðumenn konungs snerust til varnar vegna þess álitshnekkis, er þeir höfðu þannig orðið að þola, enda fundu þeir, að valdaaðstaða þeirra var nú óðum að veikjast. Þeir gáfu út yfirlýsingu, þar sem þeir mótmæltu hinum illu áhrif- um „Senoru Lolu Montez“. Forystu- maður þeirra var sjálfur Abel inn- anríkisráðherra. í yfirlýsingunni stóð, að „menn eins og biskupinn af Augsburg gráti beiskum tárum dag- lega yfir því, sem er að gerast fyrir allra augum.“ Því var einnig haldið fram í yfirlýsingunni, að áfram- haldandi nærvera Lolu „stefndi til- veru sjálfs konungdómsins í hættu“. Lola áleit, að það væri ekki hægt að snúast gegn slíkum gífuryrðum nema á þann hátt. að láta hendur standa fram úr ermum. Abel fékk 24 tíma frest til þess að afturkalla yfirlýsingu sína, og síðan var hon- um fyrirvaralaust vikið úr embætti, en baron von Schenk skipaður inn-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.