Úrval - 01.01.1970, Síða 83

Úrval - 01.01.1970, Síða 83
ÆVINTÝRAKONAN SEM HEILLAÐI . . .. 81 anríkisráðherra í hans stað. Hin afturhaldssama ríkisstjórn velti því nú fyrir sér, hvað næst mundi ger- ast. Og hún þurfti ekki að velta vöngum yfir því langa hríð, því að skyndilega fékk hún tilkynningu um, „að konungur hefði samþykkt afsögn hennar.“ Lúðvík veitti Lolu nú aðalstign í viðurkenningarskyni fyrir baráttu- kjark hennar og ráðleggingar. Hann gerði hana að greifynju af Lands- feld og veitti henni nafnbótina Ros- enthal barónessa. Þar að auki veitti hann henni 20.000 krónu lífeyri. Gervöll Evrópa dáðist að sigri hennar. Bismarck brosti með vel- þóknunarsvip. Dagblaðið Times í Lundúnum lét í ljós velþóknun sína í hátíðlegri ritstjórnargrein. Þegar ,,Clericalistum“ og Jesúít- um hafði nú verið bægt burt úr stjórninni og veldi þeirra hafði ver- ið hnekkt að mun, einbeittu þeir allri orku sinni að því að halda víg- stöðu sinni í næsta virki sínu, sjálf- um háskólanum. Þar voru bæði stúdentar jafnt sem prófessorar ofsalegir andstæðingar frelsishug- sjóna þeirra, sem fóru nú sem logi yfir akur um gervalla Evrópu og áttu brátt eftir að sprengja allt í loft upp í byltingunni árið 1848. Nú voru stúdentarnir hvattir til þess að láta til skarar skríða gegn Lolu. Þeir tóku til að elta hana eftir borgarstrætunum hópum saman og hrópa ókvæðisorðum að henni. Þeir gerðu allt sem þeir gátu til þess að æsa upp skaphita hennar, þannig að hún sleppti sér alveg. Margir fengu að kenna á svipu hennar við slík tækifæri eða féllu endilangir, þegar hún lamdi þá óþyrmilega. Prófessor einn, sem var mjög beiskur vegna brottreksturs Abels innanríkisráðherra, hóf nú lævís- lega árás á stjórnina. Lola hóf taf- arlausar gagnaðgerðir gegn honum, og þessi uppreisnargjarni prófessor var tafarlaust rekinn úr starfi sínu. Nemendur hans í háskólanum urðu æfir við. í hóp með þeim slógust ýmsir þeir, sem keyptir höfðu ver- ið til slíkra verka. Fyrst helltu þeir í sig heilum hafsjó af bjór, og' síð- an hópuðust þeir að heimili henn- ar og hófu mótmælaaðgerðir þar úti fyrir. Þeir hrópuðu ókvæðisorð og tóku síðan til að kasta grjóti í húsið. En hún tók sér bara róleg
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.