Úrval - 01.01.1970, Page 84

Úrval - 01.01.1970, Page 84
82 ÚRVAL stöðu á svölunum og hellti kampa- víni yfir þá. Hún hófst tafarlaust handa og reyndi að styrkja stöðu sína með því að endurskipuleggja háskólann og afnema ritskoðun á bókum, sem seldar voru stúdentunum. Hún lét setja brjóstmynd af Lúther í Val- höll. Hún hvatti konung til þess að halda áfram endurnýjun á ýmsum byggingum í Munchen og reisa nýj- ar. Hún stóð nú á hátindi veldis síns. Það var jafnvel svo komið, að innan sjálfs háskólans, sem var eitt helzta vígi andstæðinga hennar, hafði myndazt lítill stúdentahópur, hinir svokölluðu „Alemanar", sem studdu hana og málstað hennar eindregið og mynduðu lífvörð um hana, hvert sem hún fór. En lýðurinn varð sífellt ofsa- fengnari með hverjum deginum. í janúarlok árið 1848 réðst ólmur múgur að henni á götunum og æpti: „Drepum Lolu!“ Lífverði hennar var sópað burt, enda var þar um mikinn liðsmun að ræða. Með hjálp þriggja tryggustu lífvarða sinna tókst henni að ryðja sér braut með höggum og barsmíð alla leið að Theatinerkirkjunni. En þar skaut góðviljaður prestur skjólshúsi yfir hana, þangað til riddaraliði því, sem konungur hafði sent á vett- vang, hafði tekizt að dreifa múgn- um. Það fóru að renna tvær grímur á konung, er átökin hörðnuðu sífellt. Hann lét loka háskólanum og opn- aði hann svo að nýju vegna ofsa- fenginna mótmæla. Hópar manna söfnuðust saman úti fyrir hliðum konungshallarinnar og kröfðust dauða Lolu. Götuvígjum fjölgaði stöðugt á götunum, og bylting virt- ist alveg yfirvofandi. Og þá lét Lúðvík loks undan, dapur í huga. í viðurvist þungbúinna ráðherra sinna undirskrifaði hann fyrirskip- un um handtöku Lolu og brott- rekstur úr landi. Hún varð sem lömuð, er henni barst sú frétt, að konungur hefði látið undan síga. Hún stakk á sig nokkrum gimsteinum og skauzt út úr húsinu í fylgd sinna þriggja tryggu lífvarða og þrammaði ögr- andi í gegnum ólgandi mannþyrp- inguna, sem hafði safnazt þar sam- an úti fyrir. Þegar hún hélt burt, ruddist lýðurinn inn í höll hennar og ruplaði þar og rændi. Konungur- inn hafði staðið utarlega í mann- þyrpingunni og fylgzt með því, sem fram fór, hryggur í bragði. Honum var rutt um koll, og menn tröðkuðu á honum í öllum látunum. Honum gagnaði ekki heldur mikið hin ve- sæla uppgjöf, því að einum sex vikum eftir brottför hennar var hann hrakinn úr hásæti sínu og rek- inn burt frá höfuðborginni. Lolu tókst að komast heil á húfi til Sviss ásamt lífvörðunum sínum tryggu. Þar dvaldi hún um tíma, þangað til hinir tryggu fylgismenn frá hálfs annars árs veldistíma hennar voru allir farnir burt. Nú urðu snögg umskipti í lífi hennar. Hún giftist enskum undirliðsfor- ingja, Heald að nafni, og var hand- tekin fyrir fjölveri, þar eð hún hafði aldrei skilið við James liðs- foringja á löglegan hátt. Hún var látin laus gegn fjártryggingu og notaði tækifærið til þess að flýja
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.