Úrval - 01.01.1970, Síða 89

Úrval - 01.01.1970, Síða 89
VITNISBURÐUR MINN 87 að greip mig oft örvænt- ing, er ég dvaldi í Vladimirfangelsinu. Eg var að því kominn að ráðast á fangaverði mína í þeim eina tilgangi að týna lífinu, likt og aðrir fangar höfðu framið sjálfsmorð að mér aðsjáandi. Það var aðeins eitt, sem aftraði mér frá þessu og veitti mér styrk til að halda áfram að iifa. Það var vonin um, að mér auðnaðist að bera vitni um reynslu mína opinberlega, er ég losnaði úr fangavistinni, og skýra frá öllu því, sem ég hafði reynt, heyrt og séð. Á nokkrum undanförnum árum hafa ýmis ritverk, bæði bókmennta- legs og heimildarsögulegs eðlis, varpað liósi á hinar stjórnmálalegu fangabúðir Stalinstímans. Það er ekki nema gott eitt um það að segja. í þessum ritverkum er að- eins fjallað um liðna tímann, og því kunna þau að hafa þau áhrif, að fólk haldi, að ekkert slíkt gerist . . . eða geti gerzt . . . enn þann dag í dag. En því er ekki þannig farið. Hversu margir gleymdir ein- staklingar eru ekki enn fangar! — Hversu mörg ný fórnardýr streyma ekki enn inn í fangabúðirnar! — Þessar fangabúðir eru að vísu ekki eins margar talsins og áður, en samt eru þær alveg eins hryliileg- ar og á Stalinstípianum, að sumu leyti betri, en einnig verri að öðru levt.i. Eg skoða ekki sjálfan mig sem rithöfund. Eg hef ekki verið að reyna að rita bókmenntalegt verk með þessum minnisgreinum mín- um. I öll þau sex ár, sem ég eyddi í fangelsum og fangabúðum, reyndi ég bara að hafa augun opin og sjá og muna. Það er ekki um að ræða eina einustu ,,tilbúna“ persónu í þessum skrifum mínum né neina upplogna sögu. Hundruð, og í sum- um tilfellum þúsundir, vitna geta staðfest hvern atburð og hverja staðreynd. Vinir mínir og samfang- ar gætu vissulega skýrt frá ýmsum smáatriðum og staðreyndum, sem eru enn hryllilegri en það, sem ég ætla nú að skýra frá. Nafn mitt er Anatoly Marchenko. É’g fæddist árið 1938 í litlum bæ í Síberíu, Barabinsk að nafni. Faðir minn var járnbrautarstarfsmaður. Móðir mín var hreingerningakona. Bæði eru þau ólæs og óskrifandi. Eftir átta ár í skóla gerðist ég byggingaverkamaður og vann víðs vegar um Síberíu, hvar sem verið var að reisa vatnsaflsstöðvar. Það var í bænum Karaganda í Kazakh- stanhéraði, að ég komst fyrst í tæri við lögin. Það urðu áflog í vinnu- skálanum okkar. Flestir helztu áfiogaseggirnir höfðu hlaupizt brott, þegar herlögreglan kom til þess að binda endi á áflogin. En hún greip alla þá, sem voru þar enn eftir, þar á meðal mig. Þeir dæmdu okkur alla á einum og gama deginum án þess að gera nokkra tilraun til þess að komast að því, hyerjir væru sekir og hverjir sak- lausir. É'g fékk því fyrsta smjör- þefinn af rússnesku réttlæti í fanga- búðunum í Karaganda. Ég ákvað að flýja burt frá Sov- étríkjunum, eftir að ég hafði verið látinn laus. Ég gat bara ekki séð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.