Úrval - 01.01.1970, Síða 94
92
ÚRVAL
JÓNAS ÁRNASON,
RITHÖFUNDUR
Jónas Árnason er læddur á
Vopnafirði 28. maí 1923. For-
eldrar hans eru Árni Jónsson
frá Múla og Ragnheiður Jónas-
dóttir. Hann lauk stúdentsprófi
frá Menntaskólanum i Reykja-
vik 1942, stundaði um skeið nám
í BA-deild Háskóla Islands og
síðan nám í blaðamennsku í
Baindaríkjunum. Hann var
blaðamaður 1944—52. Hann
hefur síðan stundað kennslu i
Neskaupstað, Hafnarfirði og
Borgarfirði. Hann var lands-
kjö.rinn þingmaður 1949—53 og
aftur á yfirstandandi þingi.
Helztu bækur hans eru: Fólk
(1954), Sjór og menn (1956),
Veturnóttakyrrur (1957), Tekið
í blökkin-a (1961), Syndin er
lævis og lipur (1962) og Undir
fönn (1963). Hann hefur samið
tvo gamansöngleiki ásamt bróð-
ur sinum Jóni Múla, og ein-
þáttungana Koppalogn og leik-
rit um Jörund Hundadagakon-
ung upp á eigin spýtur.
torgið. Og ég ímyndaði mér, að
merki þetta ómaði yfir gervöll
Sovétríkin, allt frá fangabúðum
lengst í austri til landamæranna
vestur í Evrópu . . . frá einum
fangabúðum til annarra . . . þvert
yfir gervallt landið.
FLÓTTAÁÁÍTLUN
Klukkan 7.30 næsta morgun lögð-
um við þrammandi af stað í fylk-
ingu, eftir að leitað hafði verið
vandlega á okkur tvisvar sinnum.
Okkur fylgdu vopnaðir verðir. Og
nú var haldið út í eins konar
„einskismannsland“ úti á vinnu-
svæðunum. Úti á ökrunum voru
rauðir fánar, sem gáfu til kynna,
að út fyrir svæði þetta mættum við
ekki stíga fæti okkar. Ég leysti þar
af hendi venjuleg sveitastörf, plant-
aði hvítkáli, tómötum, kartöflum og
gulrótum. En fáum okkar hafði tek-
izt að skila hinum fyrirskipuðu
vinnuafköstum eftir linnulaust starf
allan liðlangan daginn án einnar
mínútu hvíldar. Tækist okkur ekki
að skila hinum fyrirskipuðu afköst-
um eða væru störf okkar slælega
af hendi leyst (sem eftirlitsmenn-
irnir einir dæmdu um), fengum við
refsingu, þar á meðal sérstakan
hungursneyðarskammt.
Fyrsta mánuðinn vann ég af
rrrklu kappi Okkur var greitt eins
mikið fyrir þessa vinnu og værum
við utan fangabúðanna, þ.e. 70—75
rúblur á mánuði. En munurinn var
sá, að frá launum frjáls verkamanns
eru aðeins dregnir skattar. Við
borguðum lika skatta í fangabúð-
unum, en þar að auki voru dreg-
in 50% frá launum okkar til við-