Úrval - 01.01.1970, Page 97

Úrval - 01.01.1970, Page 97
VITNISBURÐUR MINN 95 veiktist ég. Ég fékk eyrnabólgu. Ég fór nokkrum sinnum til læknis, en þar sem ég hafði eðlilegan hita, sagði hann mér, að ég væri bara að reyna ð komst hjá því að vinna. í júnílok var svo komið, að mér var orðið ómögulegt að leggja fram þá lágmarksvinnu, sem af mér var krafizt. Og því var ég sendur í ein- angrun, en það var hin venjulega refsing fyrir slíkt. Árið 1961 voru brotlegir fangar einangraðir í venjulegum skálum, sem voru í um hálfrar mílu fjar- lægð frá fangabúðum nr. 10. Skál- um þessum var skipt í sundur í mis- munandi gerðir klefa. Sumir þess- ir klefar voru raunverulegir ein- angrunarklefar, þar sem fangar dvöldu í algerri einangrun. En í öðrum voru tveir fangar eða jafn- vel. fleiri, allt upp í 20 fangar. Einu rúmstæðin í klefunum voru óheflað- ar fjalir, og á hurðinni var gægjugat. Úti í horni stóð ryðguð „parasha“ eða kamarfata sú, sem er í öllum sovézkum fangelsum. Föngunum var fyrirskipað að hreyfa sig svolítið á hverjum degi. Til þessara hreyf- ingar höfðu þeir örlítinn garð. Þar var var ekki stingandi strá að sjá, því að allt það, sem vaxið gat, var óðar étið af föngunum. Helzta hegning einangrunarvist- arinnar var fólgin í óskaplega naumum matarskammti. í morgun- verð fengum við einn bolla af sjóð- andi heitu vatni, og þá fengum við brauðskammt dagsins, sem nam 450 grömmum eða einu ensku pundi. Um hádegið fengum við oft eina dollu af súpu, sem í gat að, líta nokkra bita af úldnu súrkáli Kvöld- verðurinn var svo oft úldinn þorsk- biti á stærð við eldspýtnastokk. Við fengum aldrei gramm af sykri eða feitmeti. Hið venjulega fangabúðarfæði var í rauninni hálfgert sultarfæði. En nú fór okkur að finnast það vera sannkallaður hátíðamatur borinn saman við. matinn í einangrunar- skálunum. Því beið ég enn ákaf- ari eftir því, að einangrunarvist minni lyki, heldur en ég beið þess, að gervallri fangabúðavist minni lyki. Ég var innilokaður í einangr- unarklefa í 7 daga samfleytt. Þegar ég staulaðist út þaðan, var ég svo máttfarinn, að ég varð að styðja mig við vegginn til þess að halda mér uppi. En samt var þess krafizt af mér, að ég héldi til vinnu næsta dag. „BJARGAÐU OKKUR FRÁ ÞESSU HAMIN G JULÍFI“ Strax og ég fór að styrkjast, fór- um við félagarnir þrír að hugsa okk- ur til hreyfings að nýju. Við ákváð- um að gera aðra flóttatilraun. Við ákváðum að grafa jarðgöng frá nýj- um skála, sem var einmitt í bygg- ingu. Við völdum okkur sérstakt kvöld til þess að hefja verkið. Þá átti að sýna kvikmynd í fangagarð- inum. Okkur tókst að læðast burt óséðir, eftir að fréttamyndunum lauk. Við héldum ekki hópinn, en hittumst svo bráðlega í hálfbyggð- um skálanum. Það var mjög dimmt þarna inni. Við hófum gröftinn. Ljósgeisli frá leitarljósi í einum varðturninum lýsti öðru hverju upp gólf skálans. Þá beygðum við okkur alltaf niður
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.