Úrval - 01.01.1970, Page 103

Úrval - 01.01.1970, Page 103
VITNISBURÐUR MINN 101 Þegar ég kom til Vladimirfang- elsisins, var ég yfirheyrður sem fyrrum, látinn afklæðast og skoð- aður hátt og lágt.. Síðan fékk ég fangaföt og annan útbúnað, sem hverjum fanga er úthlutað. Svo var farið með mig eftir gangi, þar sem voru klefar til beggja handa. Fanga- vörðurinn opnaði hurð númer 54. Og ég steig inn yfir þröskuldinn inn í klefann, þar sem ég átti að eyða næstu þrem árum ævi minnar. Klefinn minn var lítill, 15 fet á lengd og 8 fet á breidd. Hann var fyrir 5 fanga. Á veggnum á móti hurðinni var pínulítill gluggi með járnrimlum fyrir. Fyrir honum var einnig sams konar gluggahleri að utanverðu. Og gegnum hann barst ósköp lítil dagsbirta. Tvær kojur voru við sinn hvorn vegginn, hvor upp af annarri, og svo fimmta koj- an undir litla glugganum. Þarna gat líka að líta stóran járnskáp. Honum var skipt í 5 hluta, og var einn handa hverjum fanga. Þar átti hann að geyma mataráhöld sín og brauð- skammt dagsins. í miðjum klefan- um var lítið, dökkrautt borð á járn- fótum, sem voru logsoðnir við gólf- ið, og bekkur sitt hvorum megin við það. Og svo var auðvitað hin eilífa kamarsfata úti við dyr. Lífið í Vladimirfangelsinu yekk ósköp svipaðan gang og í sérmeð- höndlunarskálunum. Aðalmunurinn var fólginn í því, að hérna unnum við ekki. Við vorum vaktir klukkan 6 að morgni, og allir áttu að ganga til náða klukkan 10. Og allan þenn- an tíma máttum við ekki leggjast í kojurnar. Værum við staðnir að slíku, fengum við 7—15 daga vist í einangrunarklefum. Og verðirnir gengu hlj óðum skrefum fram og aft- ur um ganginn fyrir utan í mjúk'u flóka stígvélum sínum allan liðlang- an daginn og voru stöðugt að gægj- ast inn um gægjugötin. Hvað geta aðgerðarlausir fangar tekið sér fyrir hendur í 16 klukku- stundir samfleytt? Okkur var leyft að skrifa. Maður gat keypt eina 12 blaðsíðna stílabók á tveggja vikna fresti. En varðmennirnir grannskoð- uðu allt það, sem maður skrifaði. í hverjum klefa var einnig tafl og dominospil. Það var hægt að fá lán- aðar bækur og dagblöð í bókasafni fangelsisins, tvær bækur á mann á tíu daga fresti. En lestur missir brátt allt aðdráttarafl fyrir hungr- aða menn. Það er mér ógerlegt að lýsa kvöl- unum, sem voru samfara þessu stöð- uga hungri. Á hverjum morgni vor- um við vaknaðir löngu fyrir fót- ferðartíma og byrjaðir að hugsa um brauðskammtinn, sem við fengjum bráðum, en hann var minnkaður niður í 400 grömm á mann fyrstu tvo dvalarmánuðina í fangelsinu. Og svo þegar matarlúgan á hurðinni var loks opnuð, stóðum við þar all- ir í hnapp og reyndum að koma tafarlaust auga á stærsta skammt- inn, eins og 10 aukagrömm gætu bjargað okkur frá hungurdauða. Þeir framsýnni meðal fanganna skiptu dagskammtinum í jafna skammta fyrir þrjár máltíðir dags- ins. En oft gátu fangarnir ekki á sér setið, heldur átu allan skammt- inn í einu, jafnvel áður en þeir fengu hinn hluta morgunverðarins,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.