Úrval - 01.01.1970, Síða 109
VITNISBURÐUR MINN
107
segja ykkur eftirfarandi sögu, sem
er góð skýring á því.
Dag einn kom fulltrúi ríkisins í
heimsókn í fangelsið. Hann var á
eftirlitsferð. Og hann spurði okkur
að því, hvaða kvartanir við hefðum
fram að færa. Við svöruðum ekki
spurningu hans, þar eð við vissum,
að það var alveg þýðingarlaust.
Næsta dag vorum við samferða
föngunum í klefa 79 út í fangelsis-
garðinn. Hafði embættismaðurinn
einnig talað við þá? Jú, vissulega.
Hann hafði reyndar orðið hissa og
vandræðalegur, því að hann þekkti
persónulega Stepan einn fangann í
klefa númer 79.
„Ert þú ennþá hér?“ hrópaði em-
bættismaðurinn upp yfir sig, er
hann sá hann.
„Jú, eins og þú sérð,“ svaraði
Stepan.
Embættismaðurinn hikaði svolít-
ið, líkt og hann ætlaði að segja eitt-
hvað meira. Svo sneri hann sér
snögglega við og kvaddi. Stepan
sagði okkur, að embættismaður
þessi hefði eitt sinn verið klefafélagi
hans í tvö ár, þangað til honum
hafði verið „veitt uppreisn æru“ ár-
ið 1956. Hvernig gat nokkur fangi
kvartað yfir nokkru við mann, er
hafði hlotið slíka reynslu? Embætt-
ismaður þessi vissi nú þegar allt,
sem vita þurfti, um hvað eins í fang-
elsinu, já, vissi helzt til mikið um
það allt saman.
„LÁTTU GUÐ LÆKNA ÞIG“
Það voru margir „trúaðir" í
Viadimirfangelsinu. Það voru menn
sem höfðu verið fangelsaðir vegna
guðstrúar sinnar. Þeirra á meðal
voru baptistar, evangelistar, vottar
Jehova, meðlimir rússnesku grísk-
kaþólsku kirkjunnar og múhameðs-
trúarmenn. Stundum lásum við frá-
sagnir í blöðunum um hina trúuðu,
frásagnir um glæpi, sem þeir voru
sagðir hafa framið, trúarleg fórnar-
morð, barnapyntingar og fleira af
slíku tagi. Ég get ekki lagt trúnað
á þessar frásagnir. Ég hef hitt marga
þe;rra í fangabúðum og fangelsum,
og þeir voru allir andsnúnir ofbeldi.
Þeir báru kvalir sínar af meiri
þolgæðum en fiestir aðrir, þar eð
þeir gátu leitað huggunar í þeirri
trú sinni, að þeir þjáðust fyrir guð
og trú sína. Ég heyrði þá syngja
sálma um Frelsarann, sem bar kross
sinn, en álasaði ekki óvinum sínum,
því að í „Honum brann heilagur
kærleikur". Þeir sýndu engan mót-
þróa í þjóðfélaginu á neinn hátt
nema í þeim efnum, er snertu trú
þeirra. Og samt voru þeir sendir
til Vladimirfangelsisins í stórhópum.
Venjulega var það vegna þess, að
þeir höfðu ekki skilað lágmarks-
vinnuafköstum eða höfðu neitað að
vinna á trúarlegum helgidögum sín-
um.
Yfirmenn fangabúðanna reyndu
ætíð að auðmýkja hina trúuðu á
allan hátt. Þegar einhver þeirra
bað um að fá að fara til fangelsis-
læknisins, var honum svarað með
ögrandi fyrirlitningarröddu: „Nú,
hvers vegna ættirðu að leita til
læknisins? Reyndu að ná tali af
honum guði þínum ... láttu hann
lækna þig.“
Mér er minnisstæður föstutíminn!
Allir fangarnir voru hálfdauðir
vegna matarskorts. En samt vildu