Úrval - 01.01.1970, Side 112

Úrval - 01.01.1970, Side 112
110 ÚRVAL okkur voru fyrirskípuð, því að það var stöðugt verið að auka þau, en jafnframt að lækka kaupið. í lökk- unar- og gljáfægingardeildinni, þar sem útvarpsgrammófónar og út- varpstæki voru lökkuð og gljáfægð, var lágmarkið áður 6 Yugdon-út- varpstæki á dag. En þetta lágmark var hækkað. upp í 13 tæki, meðan ég var þar. Árið 1964 var þess enn krafizt, að hver verkamaður gljá- fægði 4 sjónvarpstæki á dag. Næsta ár var þetta lágmark hækkað upp í sex, þótt vinnan við hvert tæki væri jafnmikil og áður. Allt var hand- fægt. Við notuðum baðmullar- hnoðra, gegnvætta í acetone, þangað til tækið gljáði allt og hvergi var ógljáðan blett að sjá. En aðalmeinsemd nauðungar- vinnubúðanna var samt ekki fólgin í hinni erfiðu vinnu eða þeirri stað- reynd, að við fengum svo ósköp lít- ið fyri alla fyrirhöfn okkar. Við hötuðum þessa vinnu, af því að hún var þrælavinna, niðurlægjandi vinna, sem hélt uppi hópum em- bættismanna, heilu liði sníkjudýra, sem leystu ekki af hendi nein önn- ur störf en þau að láta okkur finn- ast sem við værum einskis virði. Ég gekk oft fram hjá húsgagna- verzlunum og viðtækjaverzlunum og horfði á gluggaútstillingarnar, þegar mér hafði verið sleppt lausum síðar og ég var snúinn aftur til frelsisins. Þarna gat að líta fallega lakkað og gljáfægt borð, og þarna var fallegur skápur. Og þarna voru gamalkunnu útvarpstækin, sem ég hafði unnið við að fullgera. Þú kaupir þér sjónvarpstæki á 360 rúblur, og þú situr á kvöldin í notalegri stofu og nýtur hinna lög- legu ávaxta starfs þíns. En þetta tæki kostaði mig og meðfanga mína ótal stundir erfiðrar vinnu. Líttu á þessa fallega gljáfægðu fleti. Get- urðu séð nauðrakað höfuð, gult, tært andlit og svartan fangabúning end- urspeglast í flötum þessum? Kann- ske er þetta fyrri vinur, einhver, sem þú þekktir. BLÓMVÖNDUR HANDA STJÓRNARFULLTRÚA Það er fimmtudagur, dagur stjórnmálanámskeiðanna. Það er skylda að, mæta í slíkum tímum. Og klukkan nákvæmlega 7 að kvöldi verða allir að vera komnir inn í skála sinn til þess að hlusta þar á fyrirlestrana. Við reyndum allir að komast hjá því að sækja þessi námskeið. Hvað gátum við svo sem lært af slíkri kennslu? Allir eru þreyttir á mál- skrúði kommúnista, vígorðum þeirra og auglýsingaspjöldum. Þar að auki hafa flestir fangarnir lokið gagnfræða- eða menntaskólanámi. Sumir hafa jafnvel háskólapróf. Og margir þeirra hafa lagt stund á fræði þeirra Lenins, Max, Engels, Heagels, Kants og samtímaheim- spekinga. Þegar öllu er á botninn hvolft, þá erum við nú „stjórn- mála“-fangar. Bókasafninu og matsalnum er lokað, þegar kennslustundin nálg- ast. Við getum ekkert gert okkur til afþreyingar annað en að fara í boltaleik ,spila domino eða labba um í garðinum. Svo opnast hurðin á aðalbyggingunni, og um 30 varð-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.