Úrval - 01.01.1970, Side 113

Úrval - 01.01.1970, Side 113
VITNISBURÐUR MINN 111 menn koma út til þess að smala okkur saman. „Jæja þá, hættið að leika ykk- ur! Við skulum fara í stjórnmála- tíma.“ Neiti fangi að sækja slíka tíma, veitir slíkt lagalega ástæðu til hegningar, svo sem að fanga verði meinað að fá ættingja í heimsókn (en ein slík heimsókn er leyfð á ári) eða að fá senda pakka með mat eða fötum (einu sinni á ársfjórð- ungi). En slík sérréttindi eru reynd- ar ekki veitt, fyrr en fangi hefur afplánað helminginn af dómi sín- um. Og jafnvel þá yrðu flestir okk- ar sviptir þessum réttindum vegna brota gegn einhverjum reglum. Ég fékk ald'rei einn einasta pakka all- an þann tíma, sem ég var í fanga- búðum og fangelsi. Og ég fékk að- eins tvisvar heimsókn allan þann tíma. Sveshnikov major, yfirmaður fangabúðanna, segir vinnuflokka- stjórunum, hvað kenna skuli hverju sinni, og les yfir þeim „lexíu“ dags- ins. Þessir vinnuflokksstjórar eru reyndar flestir næstum ólæsir. Þeir sjá svo um kennsluna og reyna að kenna „stjórnmálafræði“ sín sam- kvæmt „punktum“, sem þeir hafa fengið hjá majornum. Árangurinn getur stundum orðið næsta hlægi- legur. Nemendurnir hefna sín svo oft á kennaranum fyrir að hafa ver- ið neyddir til að koma í tíma og demba yfir hann aragrúa af spurn- ingum. Vinur minn, Kolya Yusupov, spurði þessarar spurningar í stjórn- málatíma eitt kvöldið: „Þú segir, að maður verði að lifa heiðarlegu lífi og megi ekki svíkja ríkið. En hvernig getur fjölskylda lifað á 50 —75 rúblum á mánuði? Hver eru þín laun? Hvernig fær slíkt staðizt, þegar verið er að tala um batnandi lífsskilyrði? Já, og hvað þá um hækkuð lágmarksvinnuafköst, sem nú er krafizt, og verðhækkanir á öllum matvælum, fyrst verið er að tala um batnandi lífsskilyrði?" Kennari okkar ræskti sig og hóst- aði. Honum vafðist tunga um tönn. Loks svaraði hann: „Yusupov, þú beinir athygli okkar viljandi að minni háttar vanköntum, sem eru yfirleitt aðeins stundarfyrirbrigði.“ Fangarnir fóru nú allir að hlæja. Þá lagði ég orð í belg. „Og hve lengi mun þetta ástand vera?“ spurði ég. „Við vitum allir, að þeg- ar ritskoðun var komið á, var því lýst yfir, að þar væri aðeins um ,,bráðabirgðaráðstafanir“ að ræða. Það var fyrir næstum 50 árum. Og við búum enn við ritskoðun." Þá svaraði hinn aðþrengdi vinnu- flokksstjóri: „Marchenko, þú hefui fengið of stuttan dóm. Það væri hægt að lengja hann. Og hvað ykk- ur hina snertir, þá sé ég, að þið er- uð blátt áfram að biðja um að fá að fara í einangrun." Þá flýttum við okkur að hrópa: „Jæja þá, þú hefur sannfært okkur! Þú hefur sannfært okkur!“ Öðru hverju vorum við líka beðn- ir að sækja „umræðufundi", sem haldnir voru á vegum stjórnarem- bættismanna, sem heimsóttu fanga- búðirnar. í fyrstu var ekki hægt að fá marga fanga til slíks, nema með því að hóta þeim öllu illu. En síðar tóku yfirvöldin upp á því að hafa
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.