Úrval - 01.01.1970, Qupperneq 114
112
Viltu auka ordaforda V þínn ?
Hér fara á eftir 20 orð og orðasambönd með réttri og rangri merkingu.
Prófaðu kunnáttu þína i íslenzkri tungu og auk þú við orðaforða þinn með
þvl að finna rétta merkingu. Gæt þess, að stundum getur verið una fleiri en
eina rétta merkingu að ræða.
1. babb: þvaður, barnshjal, truflun, faðir, kjánalæti, hindrun, fyrirhöfn, mas.
2. að tuða: að tauta, að blása, að hvísla, ,að óhreinka, að fljúgast á, að
nöldra, að kjafta.
3. torgætur: illa gefinn, erfiður, skapillur, viðsjárverður, torfenginn, auð-
veldur, óvarkár, aðgætinn.
4. bukkur: ílát, oflátungur, haugur, trönur, hrútur, fitukeppur, geithafur.
5. slyndrulaus: án áfalla, ábyrgðarlaus, óvarkár, miskunnarlaus, allslaus,
linnulaus, lauslátur, látlaus, með óflekkað mannorð.
6. að bramla: að synda, að hindra, að þvæla, að fást við, að tauta, að brjóta,
að rugla.
7. að prímsigna: að veita altarissakramenti, að veita syndaaflausn, að skrifta,
að gera krossmark yfir heiðnum manni, svo hann megi samneyta kristnum
mönnum, að vegsama, að veita e-m nábjargirnar, að frumskíra.
8. siytti: bindi, kraparigning, dálítið af e-u, óþverri, e-ð lint, e-ð máttlaus,
bleyða.
9. buklari: stutt spjót, bjúgsverð, rýtingur, brynja, lítill skjöldur, brynju-
klæddur maður, hjálmur, embættismaður við konungshirð.
10. dólpur: staur, digur maður, digurt dýr, skordýr, fiskur, verkfæri, vopn,
bjáni.
11. slenja: vökvi, lasleiki, hríð, úðarigning, slim, góðgæti, tægja, hlé.
12. að láta ekki á sér kræla: að láta sér ekki segjast, að fást ek:ki um e-ð,
að hafast ekki að, að láta ekki leika á sig, að gefast ekki upp, að hreyfa
sig ekki, að láta ekki standa á sér.
13. að verka maskinn með sig: að vera hortugur, að vera drambsamur, að
vera hlédrægur, að vera framhleypinn, að vera rogginn, að vera móðgunar-
gjarn, að vera snyrtilegur, að vera sóðalegur.
14. fyrtinn: úreltur, fornfálegur, uppstökkur, móðgunargjarn, yfirgangssamur,
ágjarn, gamansamur, klaufalegur.
15. myrra Cmirra): ilmefni, dýr málmur, skartgripur, réttur, krydd, skraut-
klæði, hnappur, silki.
16. musl: rusl, mykja, snarl, káf, hvisl, taut, smjatt, smámolar.
17. að mutra: að breyta, að ganga úr fiðri, að mjaka, að greiða þagnarfé,
að gefa lítið í einu, að dylja e-ð, að tauta.
18. hvappur: óáreiðanlegur maður, lægð, ás, heiði, mói, dalverpi, atorkumaður,
gortari, fitukeppur, yfirgangsseggur.
19. að hölsa: að fölna, að ná e-u með yfirgangi eða brögðum, að háma, að
vanta, að vaða, að týna, að ná taki á.
20. að vazla: að ösla, að verja, að gæta, að vaða, að vanta, að marka sér
verksvið, að fást við. Lausn á bls. 103.