Úrval - 01.01.1970, Qupperneq 116

Úrval - 01.01.1970, Qupperneq 116
114 ÚRVAL „og losaðu okkur við allt þar, sem snertir Khrushchev." Fanginn leit til skiptis á fanga- búðastjórann og tepakkana. Loks sagðj hann rólegri röddu, líkt og kaupmaður væri að tala: „Maður gerir hvað sem er fyrir te. En, for- stjóri góður, þú hefur risavaxinn rass, af því að þú hefur fitnað á okkar kostnað...“ Hann var tafarlaust gripinn og dreginn burt. En hann hélt áfram að hrópa: „Skítugu hóruungarnir ykkar! Ég fékk 7 ára viðbótardóm bara vegna Khrushchevs! Þið ætt- uð því að sleppa mér núna! Þess í stað ætlið þið að loka mig inni í einangrunarklefa, og það vegna hans enn einu sinni." Við höfðum einmitt mætt vörðun- um, er þeir voru að draga hann til einangrunarskálans. (Við höfðum unnið alla nóttina við fermingu, svo að við höfðum ekki enn heyrt fréttirnar um brottvikningu Khrushchevs). Yfirmenn fangabúð- anna höfðu tafarlaust byrjað að af- má nafn og andlit Khrushchevs hvarvetna í fangabúðunum í bítið um morguninn í þeirri von að geta lokið starfi þessu, áður en íangarn- ir vöknuðu. En þetta viðfangsefni var þeim ofviða. Brátt höfðu hróp- andi og hlæjandi fangar slegizt í för með þeim úrhrökum, sem höfðu selt sig fyrir indverskt te og voru nú önnum kafin við að hreinsa burt allt það, sem ter.gt var hinum fallna leiðtoga. Þeir hentu gaman að vesa- lingum þessum og fylgdu þeim eft- ir. Höfuð Khrushchevs var klippt af auglýsingaspjöldum og fest á enni nálægra vina. Myndir af þeim Brezhnev, Podgorny og öðrum framámönnum voru líka skemmdar. Slíkur verknaður var afsakaður síð- ar á þann hátt, að hann hefði verið unninn vegna „ringulreiðarinnar", sem ríkti þá hvarvetna í fangabúð- unum. Svo skaut nýtt viðfangsefni upp kollinum, strax og öll merki um Khrushchev höfðu verið afmáð í fangabúðunum. Fangar, sem dæmd- ir höfðu verið í fangabúðavist vegna afbrota gegn Khrushchev, tóku nú heimta frelsi sitt. Sagt var, að í fangabúðum númer 2 hefðu nokkr- ir fangar safnað saman eigum sín- um og þrammað að varðskýlinu. „Við vorum fangelsaðir fyrir að gagnrýna Khrushchev," sögðu þeir við varðmennina. ,,Og nú kemur það á daginn, að við höfðum rétt fyrir okkur. Opnið því hliðið. Látið okk- ur lausa!" Auðvitað voru þeir allir reknir aftur til skála sinna. Embættismenn fangabúðanna reyndu að koma í veg fyrir hugsan- legt vandræðaástand með því að kalla fyrir þessa fanga, sem brotið höfðu gegn Khrushchev, einn og einn í einu. Þeim var sagt að koma til skrifstofu rússnesku leynilög- reglunnar í fangabúðunum. Þar var þeim sagt að skrifa Æðsta ráðinu og fara fram á náðun. Augsýnilega gerðu embættismennirnir ráð fyrir því, að það tæki fangana nokkurn tíma að skrifa beiðnir þessar og enn lengri tíma, að bréfin yrðu send, og að svo liði enn lengri tími, þangað til svör bærust. Þeir vonuðu, að þá væri öll þessi æsing hjöðnuð og allt væri fallið í sama farveg aftur. Að minnsta kosti voru það aðeins
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.