Úrval - 01.01.1970, Page 122
120
ÚRVAL
„ALLIR SAMMÁLA“
Tveim til þrem mánuðum áður en
ég skyldi losna úr fangabúðunum,
var mér gert að ganga á fund
þriggja manna. Þar var um að ræða
liðsforingja úr leynilögreglunni, yf-
irmann fangasamstarfsins og vinnu-
höfuðsmann.
,,Marchenko,“ var sagt við mig,“
þú verður aö hegða þér almenni-
lega, eftir að þú hefur verið látinn
laus. Hið frjálsa líf er ekki líkt líf-
inu í vinnubúðunum, þar sem hver
hefur sína sérstöku skoðanir."
„Félagi fangastarfsstjór,i,“ sagði
ég, „tímarnir hafa breytzt. Jafnvel
kommúnistar eru nú orðnir ósam-
mála sín á milli.“
„Enga illmælgi! Allir kommún-
istar eru sammála.“
„Einmitt það? En hvað þá um
Kínverja og Albani?“
„Hver fjölskylda hefur sína svörtu
sauði,“ svaraði hann.
„Marchenko," sagði leynilögreglu-
foringinn, „þú verður ekki lengi að
komast hingað aftur, ef þú ert hald-
inn slíkum hugmyndum."
„Það veit ég,“ sagði ég. „í öðrum
löndum eru löglegir stjórnarand-
stöðuflokkar, þar á meðal kommún-
istaflokkar, sem hafa það að mark-
miði að breyta stjórnmálkerfi lands-
ins. Meðlimir þeirra eru ekki sak-
aðir um landráð né fangelsaðir. En
ég, einfaldur verkamaður, sem er
ekki meðlimur neins flokks, verð að
eyða 6 árum á bak við gaddavír, og
svo er mér hótað frekari hegningu
fyrir að hafa mína eigin sannfær-
ingu.“
„Önnur lönd hafa sín eigin lög, og
við höfum okkar. Þið fangarnir eru
alltaf að slengja Ameríku framan í
okkur. Hvers vegna skyldu negr-
arnir gera uppreisn þar, fyrst þeir
hafa svona mikið frelsi? Og hvers
vegna fara þá amerískir verkamenn
í verkföll?“
„En Lenin sagði það sjálfur, að
verkföll og barátta negranna í
Bandaríkjunum værir einmitt vott-
ur um frelsi og lýðræði.“
Þegar ég sagði þetta, brugðust
„kennarar" mínir reiðir við og
sögðu: „Hvernig dirfist þú að bera
fram óhróður um Lenin! Hvar hef-
urðu heyrt slíkar lygar?“
Eg hafði 'til allrar hamingju les-
ið mikið undanfarin ár. Ég mundi
tilvitnunina orði til orðs. Ég endur-
tók hana og nefndi númerið á því
bindi verka Len:ns, þar sem orð
þessi gat að líta. Yfirmaður fanga-
aðsamstarfsins hélt tafarlaus til
skrifstofu sinnar og kom aftur með
eitt bindi af síðustu útgáfunni af
verkum Lenins og rétti mér hana
hranalega. Þeir biðu þarna allir
þrír eins og hundar, sem eru búnir
að afkróa dýr, á meðan ég fletti
blöðum bókarinnar. Það var óhugs-
andi, að Lenin hefði sagt þvílíkt og
annað eins! Þar að auki gátu þeir
ekki trúað því, að ómenntaður ná-
ungi eins og ég hafði í raun og veru
lesið verk Lenins.
Ég fann þessi orð Lenins og rétti
þeim opna bókina. Yfirmaður
fangasamstarfsins tók að lesa kafla
þennan upphátt. Liðsforinginn úr
leynilögreglunni sagði: „Lofið mér
að sjá hana.“ Þeir tóku nú allir að
fletta fram og aftur í bókinni í
þeirri von, að þeir gætu fundið ein-
hverja afneitun á þessari skoðun eða