Úrval - 01.01.1970, Page 126
124
Þessi kafli úr bók eftir
Lytton Strachey, sem kom
út á íslenzku fyrir
nokkrum árum í þýðingu
Þorsteins Halldórssonar, lýsir
vel orsökum þess, að
Florence Nightingale fómaði
lífi sínu til hjálpar öðrum.
Fórnfýsni
auðgaði
líf hennar
Eftir LYTTON STRACHEY
llum er kunnur hinn al-
menni skilningur á
Florence Nightingale.
Hún er dýrlingur, kon-
an, sem íórnar sjálfri
sér, fíngerð, ung stúlka af heldri
manna ættum, sem varpar unað-
semdum og þægindum lífsins fyrir
borð til þess að hjálpa hinum þjáðu,
„konan með lampann", sem leið
hljóðlega um sjúkrahúsið í Skutari
með öllum þess ógnum og lét
geisla gæzku sinnar stafa yfir lík-
börur deyjandi hermanna — þessi
mynd er alþekkt. En sannleikurinn
var öðruvísi. Hin raunverulega Flor-
ence Nightingale var ekki sú, sem
velviljað ímyndunarafl vill vera láta.
Hún vann eftir öðrum meginreglum
og stefndi að öðru takmarki. Starf-
semi hennar var knúin fram af innri
hvöt, sem hinn almenni skilningur
gefur engan gaum að. Andi hafði
hertekið hana. Nú eru andar, hverr-
ar tegundar, sem þeir kunna að vera
ætíð mjög merkilegir. Og það er