Úrval - 01.01.1970, Side 128

Úrval - 01.01.1970, Side 128
126 ÚRVAL sífellt eirðarlausarí. Húri var óham- ingjusöm, og að lokum vissi hún það sjálf. Jafnvel móðir hennar gat ekki dulizt að eitthvað var að. Það var sannarlega undariegt; hvað gat það verið sem gekk að elskunni henni Flo? Herra Nightingale ympraði á því, að kannske væri henni hollast að fá sér mann, en það undarlega var, að hún virtist ekki kæra sig um karlmenn. Eins og hún var þó yndisleg og gáfuð! Nei, það var ekki því að heilsa! Hún hafði ekki hugs- un á öðru en því, hvernig hún ætti að fullnægja þessari kynlegu hvöt til þess að framkvæma eitthvað, sem hafði hertekið hana. Hún gat þó haft nóg að gera heima, eins og aðr- ar stúlkur. Hún gat þurrkað rykið af postulíninu, og svo gat hún lesið upphátt fyrir föður sinn eftir mið- degisverðinn. Frú Nightingale gat ekki skilið þetta, og einn góðan veð- urdag breyttist undrun hennar í ógn og skelfingu. Florence lét sem sé í ljós þá ákveðnu ósk, að komast í nokkra mánuði í sjúkrahúsið í Salis- bury sem hjúkrunarkona og gaf til kynna að hún væri með þá ráðagerð á prjónunum, að byggja sér hús í nálægu þorpi og stofna þar „eitt- hvað í líkingu við mótmælenda nunnureglu — án skuldbindinga — fyrir menntaðar konur“. Ráðagerðin var dæmd óhæf og tekin all-harka- lega út af dagskrá, og þegar frú Nightingale var búin að ná sér eftir fyrstu ofboðshræðsluna, gat hún aft- ur sezt nokkurn veginn róleg við út- sauminn sinn. En Florence lá við örvæntingu. Hún var nú tuttugu og fimm ára og fann, að draumur lífs hennar var að engu orðinn. Erfiðleikarnir á vegi hennar voru vissulega miklir. Því að á þeim tím- um var það ekki einungis óhugsandi að ung stúlka vel efnum búin skap- aði sér stöðu af sjálfsdáðum og lifði óháðu lífi, heldur var því enn frem- ur þannig farið, að starf það, sem Florence var svo greinilega hneigð fyrir bæði að upplagi og hæfileik- um, hafði mjög slæmt orð á sér. „Hjúkrunarkona" merkti á þeim tímum gamla, grófgerða konu með óhrein pilsin stytt upp um sig, alltaf fáfróð og oft ruddaleg, þjórandi koníak, ef hún lagðist þá ekki í verra slark. Einkum voru hjúkrun- arkonur í sjúkrahúsum, sem þá nefndust gangakonur, blátt áfram alræmdar fyrir ósiðlegt líferni. Bindindissemi var næstum óþekkt fyrirbrigði meðal þeirra, og það var tæpast hægt að trúa þeim fyrir allra einföldustu meðferð sjúkra. Ástandið hefir sannarlega breytzt síðan, og það er Florence Nightin- gale sjálfri að þakka, fremur en nokkurri annarri mannlegri veru. Engan getur undrað, að foreldra hennar hryllti við að hugsa til þess, að dóttir þeirra helgaði þvílíku starfi líf sitt. „Eg hefði eins vel getað sagt að ég ætlaði að gerast eldabuska“, sagði hún seinna sjálf. Og þó stóð hún óbifanlega fast við þessa ósk sína, hversu fjarstæð og ófram- kvæmanleg, sem bún var, og þessi ósk óx og magnaðist hjá henni með degi hverjum. Örvænting hennar breyttist í bölsýnt þunglyndi. Allt var illt umhverfis hana, og hún fann það, að úr því hún hafði verð- skuldað slíka eymd, hlaut hún sjálf að vera enn verri en umhverfi
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.