Úrval - 01.01.1970, Blaðsíða 129
FLORENCE NIGFITINGALE
121
hennar. Já, hún hafði syndgað —
„frammi fyrir dómstóli drottins". —
„Enginn“, segir hún, „hefir syndgað
svo mjög gegn heilögum anda sem
ég“. um það var hún alveg viss. Ár-
angurslaust bað hún til guðs um
lausn frá hégómagirnd og hræsni;
hún gat ekki fengið það af sér að
brosa eða vera kát, „því að hún hat-
aði tilhugsunina um það, að guð
heyrði hana hlæja, eins og hún hefði
ekki iðrazt synda sinna“.
Einhver veikari skapgerð hefði
látið bugast fyrir slíkum sálarkvöl-
um, gugnað og gefizt upp. En þessi
óvenjulega unga kona stóð stöðug
og barðist til sigurs. Með dásamlegri
þrautseigju barðist hún, starfaði og
gerði áætlanir í átta ár eftir synjun
fyrstu ráðagerðar hennar. Þótt hún
á ytra borðinu lifði áfram óhófslífi
ungrar stúlku af fyrirmanna ættum,
jafnframt því sem hún þjáðist af
iðrun og samvizkubiti hið innra með
sér, þá hafði hún stöðugt þrek til að
viða að sér þeirri þekkingu og safna
þeirri reynslu, sem ein var þess
megnug að gera hana færa um að
hrinda þeirri hugsjón í framkvæmd,
sem hún missti aldrei sjónar á. f
laumi las hún af kappi athugasemd-
ir læknanefnda rit heilbrigðis-
stjórnarinnar og skýrslur frá
sjúkrahúsum og fátækrahælum.
Þegar hún ferðaðist erlendis með
fjölskyldu sinni, notaði hún tímann
svo vel, að það var naumast eitt
einasta meiri háttar sjúkrahús í Ev-
rópu, sem hún var ekki gagnkunnug,
og varla nokkur stórborg, þar sem
hún hafði ekki grandskoðað fá-
tækrahverfin. Henni tókst að dvelja
nokkra daga í klausturskóla í Róm
og nokkrar vikur sem „miskunnsöm
systir“ í París. Og meðan móðir
hennar og systir leituðu sér hress-
ingar í Karlsbad, laumaðist hún til
heilsuhælis í Kaiserswerth, þar sem
hún var rúma þrjá mánuði. Það olli
örlagaríkum tímamótum í lífi henn-
ar. Reynsla sú, er hún öðlaðist sem
hjúkrunarkona í Kaiserswerth, lagði
grundvöllinn að öllu framtíðarstarfi
hennar og veitti henni úrslitastyrk
til að leggja út á lífsbraut þá, er
hún hafði valið.
En nú beið hennar ný raun. Hún
hafði vísað lystisemdum þessa heims
á bug með fyrirlitningu og ógeði;
hún hafði sigrazt á ennþá hættu-
legri freistingu, sem stundum ásótti
hana á þreytustundum, að helga
hinn vanmetna dugnað sinn listum
eða bókmenntum; síðasta eldraunin
beið hennar í líki ungs manns, sem
var hrífandi og í alla staði álitleg-
ur. Allt til þessa höfðu aðdáendur
hennar ekki verið henni annað en
aukin byrði og blekking, en nú. —
Hún hikaði við. Ný tilfinning gagn-
tók hana — tilfinning, sem hún
hafði aldrei þekkt áður og átti aldrei
eftir að þekkja. Hin sterkasta og
dýpsta af öllum mannlegum hvöt-
um krafðist réttar síns. En þessi
hvöt birtist henni íklædd eintrján-
ingslegum hjúskaparbúningi Vikt-
oriutímabilsins — hvernig átti ann-
að að vera? — og hún hafði nóg
sálarþrek til þess að bæla hana nið-
ur. „É'g er greind að upplagi og' þrái
andlega svölun“. skrifar hún, „og
hana myndi ég hijóta hjá honum.
Ég er ástríðufull að eðlisfari, og þar
myndi hann svala þrám mínum. Eg
er siðavönd og starfsöm að eðlisfari,