Úrval - 01.07.1972, Side 22
20
ÚRVAL
hljómar röddin hvella: „Hjartanlega
velkomin. Vonandi hafið þið haft
ánægjulega ferð.”
„Já,” svara ég og röyni að
brosa. Sannleikurinn er, að ferð
okkar hefur verið ákaflega óþægileg,
en einhvern veginn voga ég ekki að
segja það.
Konan hefur lagt hönd sina á arm
Anóuk, að þvl er virðist er það tii að
bjóða hana velkomna. „Komdu með
mér, barn mitt,” segir hún.
„En hvað um hann?”
„Um hann verður séð,” segir konan.
Ég greini, að Anouk skelfur af ótta.
Það er skelfing i augnaráði hennar.
Ég skii ekki, hvers vegna á að skilja
okkur að.
„Af hverju eru hrædd, barn mitt?”
spyr gamla konan. „Þér er óhætt að
treysta mér.” Hún snýr sér til min.
„Þannig er það alltaf hér,” segir hún.
„Fyrst skjálfa þær allar litið eitt af
ótta. Ég veit ekki, hvers vegna. Þessi
höll er himnariki á jörðu.”
Hún gerir bendingu með vinstri
hendi, og út úr dansandi skuggunum
birtist maður. Hann tekur sér stöðu
við hlið mér.
„Komdu með, barn mitt,” segir sú
gamla enn. Hljómur raddar hennar
hefur ekki breytzt, en engu siður
hljómar þetta nú sem skipun. Ég
sleppi hendi Anouk, og konurnar tvær
hverfa bak við fortjaldið.
Maðurinn við hlið mér bendir, og ég
feraðganga. Hann gengur litið eitt á
eftir mér, en fylgist með hverri
hreyfingu minni. Ég sé, að hann er
hávaxinn og vöðvamikill, liklega varð-
maður. Við göngum um margar dyr
og niður ganga, sem eru jafn miklum
munaði skreyttir og salurinn, þar sem
við Anouk skildum. Hann nemur
staðar fyrir framan látúnsdyr. „Þetta
er herbergi yðar, herra minn.”
1 GILDRU?
Hann lokar dyrunum á eftir mér, og
ég lit i kringum mig. Svo setzt ég I
djúpan stól með áklæði úr ljósu
kamelleðri. Glugginn á herberginu
stendur opinn, og ég heyri neðan úr
garðinum dauft skrjáfur gos-
brunnsins. Blómailmurinn stigur
gegnum gluggann.
Hvar skyldi Anouk vera?
Ég get ekki losnað við þann grun,
sem hefur brennt sig i höfuð mitt
siðustu mlnúturnar. Hefur leiðsögu-
maður okkar, Mourad, ginnt okkur I
gildru?
Við hittum Mourad i höfuðborg
Libanon, Beirut, fyrir nokkrum
dögum. Allir höfðu ráðið okkur frá að
framfylgja áætlun okkar. Við vildum
komast inn fyrir múra kvennabúrs við
Persaflóa. Aðeins einn maður gaf
okkur jákvæða ráðleggingu. „Reynið
að hafa uppi á Mourad,” sagði hann.
Við leituðum að honum alls staðar.
Hann virtist ekki vera til. Er við
vorum að þvi komin að gefast upp,
fundum við hann i skitugum kofa
skammt frá flugvelli Beirut. Mourad
var órakaður, og tennur hans gular og
augun deyfð af hassreykingum. Hann
sat úti I horni og reykti og sneri and-
litinu burt, er ég talaði við hann.
„Ég kem frá vini þinum Salah,”
sagði ég, „Hann sendir þér kveðju
sina.”
„Ég þekki engan Salah,” svaraði
hann.” „Farið”.
Ég gekk til hans og talaði lágt við
eyra hans. Ég sagði honum, hvernig
við þörfnuðumsthjálpar hans, og lagði
þunga áherzlu á, að við vildum greiða
gott verð, ef hann gæti komið okkur
inn i kvennabúr. Loks féllst hann á að
taka við heimilisfangi okkar, og siðan
endurtók hann að við skyldum koma
okkur burt.