Úrval - 01.07.1972, Síða 28
26
ÚRVAL
ljósinu. Mér geöjaðist ekki að þvi, en
annað var ekki um að ræða. Ég gat
ekkert séð þar nema tjald. Ljósið
blindaði mig, en ég heyrði i mann-
eskju, sem andaði. Smám saman
varð andardrátturinn ákafari. Mér
var að verða illt.
Sem betur fer stóð þetta aðeins i
nokkrar mlnútur. Þá tók konan
handlegg minn og leiddi mig til her-
bergis, sem var búið á evrópskan hátt.
Ég lá þar alla nóttina. Ég gat ekki
sofið, lá með opin augu og beið eftir, aö
eitthvað geröist, en ekkert geröist.”
Anouk hætti frásögn sinni, er hurðin
var opnuð á herbergi okkar. Það var
Mourad. Hann gekk að borðinu og tók
brauðsneið. Anouk og ég réðumst á
hann með spurningum. „Seinna,”
sagði hann. „Hvenær er seinna?”
spuröi ég. „Þegar við erum farin
héðan.” „En hvenær?” „í kvöld
klukkan tlu,” sagði Mourad, og slðan
fór hann.
BURT, BURT.
Það sem eftir var dags, var
hreinasta helvlti. Við snæddum I hálf-
þöktum garði, fengum kaffi og loks
kvöldverö I herbergi minu. Siðdegis
sáum við stúlkurnar úr kvennabúrinu
ganga um I garðinum. Stóri svert
inginn var i för með þeim, en talaði
ekki við þær. Þær töluðu einnig lítið
hver við aðra. Anouk benti mér á
hverja stúlku og sagði mér, hverjar
þær voru.
Mourad stóð við orð sin. Um kvöldið
kom enn einn gamall leigublll til
hallarinnar, og aftur þyrptust
þjónarnir um okkur. Þeir hjálpuðu
okkur að setja i töskurnar þetta litil-
ræði af fötum, sem við höfðum með
okkur, báru þær út I bilinn og hneigðu
sig kurteislega, þegar viö settumst.
Burt, bara burt frá þessari martröð.
A leiðinni sagði Mourad okkur,
hvers vegna Anouk var látin sitja með
andlitið i ljósinu, og hann skemmti sér
konunglega, þegar hann greindi frá.
„Tjaldið er gægjugat,” sagði hann.
„Furstinn?” spurði Anouk og fór öll
að skjálfa.
„Já,hann gægðistá þig. Furstinn er
gamall „gægir”. Það kemur oft fyrir,
að hann situr langtlmum saman bak
við tjaldið og horfir á konurnar.”
„En hvers vegna vildi hann
Anouk?” spurði ég.
„Af þvi að furstinn hélt, að þú vildir
selja kvennabúrinu nýja konu”.
Ekkert okkar sagði neitt um hrið, en
svo mælti Anouk með skjálfandi
röddu: „Hvað hefði gerzt, ef hann
hefði haldið mér eftir?”
„Vertu róleg,” sagði Mourad. „Ég
þekki smekk'hans og veit, að þú ert
ekki að hans skapi.”
„Þú er djöfuls glæpamaður,
Mourad,” sagði ég, „og ég skal
hálsbrjóta þig.”
Hann brosti og hristi höfuðið. „Það
voruð þið sjálf, sem vilduð hafa þetta
svona. Þið vilduð komast inn I höllina,
hvað sem það kostaði, sögðuð þið.”
Ég faðmaði Anouk, sem grét
tryllingslega, og ég gat ekki huggað
hana. Loks sofnaði hún, en jafnvel I
svefninum var hún ókyrr. Hún var
lengi að jafna sig, 0{f sólarhringur leið,
áður en hún gat nokkurn veginn sagt
mér I samhengi frá þvi, sem fyrir hana
hafði komið. Ég skelfdist, er ég
heyrði, hvernig furstinn nær sér I
konur i „búrið”.
„HENRI VAR SVO SÆTUR”.
Anna sagði Anouk sögu slna þannig:
„Ég var fráskilin og töluvert ein-
mana, þegar ég kynntist Henri. Þá
var ég 37 ára. Henri var laglegur
maður, á miðjum fertugsaldri,