Úrval - 01.07.1972, Qupperneq 154
152
tJRVAL
hemiar eru ekkert óvenjuleg á hennar
aldri. Ég veit, aö þú varst heldur á
móti þvl, aö hún færi I kvöld. En þetta
er nú bara þess háttar reynsla, sem
hún veröur aö afla sér. Hún veröur aö
læra þetta. Þaö gera allar stúlkur.”
Ég svaraöi engu. Ég var þegar
konr.inn á haröa stökk niöur stigann.
Fimm mlnútum slöar beygöi ég inn á
skólastlginn og snarhemlaöi fyrir utan
leikfimihúsiö. Carol kom þjótandi frá
dyrunum og kastaöi sér I sætiö viö hliö
méf hágrátandi. Nú loks gat hún leyft
sér aö gefa tilfinningunum lausan
tauminn. „Svona, svona,” sagöi ég og
klappaöi henni á öxlina, „láttu þér
ekki þykja svona mikiö fyrir þessu.”
„En ég er bara svo óvinsæl, pabbi.”
„Carol, þetta er ekki satt, og þú veizt
þaö sjálf.”
„Ég er heimsk og lít svo asnalega
út.”
„Þú talar bara eins og fifl. Þú ert
þreytt og I uppnámi. Þaö kemur fyrir
alla einstaka sinnurn aö þeim er
þannig innan brjósts.” Mig langaöi til
þess aö finna einhver heppilegri orö til
þessa aö megna aö hugga hana, en þaö
virtist vera alveg sama, hvaö ég sagöi.
Hún hélt samt áfram aö gráta. Og
væri nokkuö, sem haft gat áhrif á mig,
var þaö aö sjá og heyra dætur mínar
gráta. „Langar þig til þess aö stanza
einnvers staöar og fá kók?” spuröi ég.
„Nei, augun I mér eru allt of rauö.
Mig langar bara aö fara heim I rúmið,
pabbi.”
Viö þögöum bæöi um stund. Mig
langaöi aö taka utan um hana og lofa
henni þvi, að hún skyldi aldrei þurfa að
veröa fyrir vonbrigöum og þjást
framar. En slikt loforð væri heimsku-
legt. „Ég fer aldrei á ball aftur,”
sagöi hún og fór nú aftur að gráta,
„aldrei, meöan ég lifi.”
„Þú ferö á mörg böll,” sagöi ég.
„Og þú verður stjarna kvöldsins.”
Þegar viö beygðum inn I götuna okkar,
strauk ég hendinni ofur varlega um
vota kinn hennar. „Ég veit, að lífið
getur stundum virzt vera svo óskap-
lega ósanngjarnt,” sagöi ég. „Og
stundum er þaö þaö llka. En viö
veröum aö mæta þvi og taka þvl, sem
aö höndum ber og reyna að gera hiö
bezta úr öllu og halda áfram llfsbar-
áttunni.” Ég rétti henni vasaklútinn
minn, svo aö hún gæti þurrkað sér um
augun, áöur en hún mætti mömmu
sinni.
„Þaö er I rauninni allt undir þvi
komiö, hvernig viö snúumst gegn hlut-
unum, hvaöa augum viö lltum á llfiö
og veröldina,” hélt ég áfram. „Ef viö
lltum á hana meö ótta i augum, þa er
þetta óttalega veröld. Ef viö litum
þannig á hana, aö viö sjáum aðeins
skuggahliöarnar, þá finnum viö ekkert
annaö en skugga og myrkur. Ef viö
lltum á hana með gagnrýni og kald-
hæöni, þá finnum viö alltaf eitthvaö til
þess að gagnrýna. Viö getum verið á
móti veröldinni eöa meö henni. Og
þegar viö erum meö henni, þá getur
hún verið dásamlegur staður. Auö-
vitaö er hún þaö samt ekki hverja
stund eöa jafnvel á hverjum degi, en
hún er þaö þá sannarlega oftast.”
Evíe beið okkar, þegar viö komum
heim. „Þú ert þreytt,” sagöi hún viö
Carol. „Hvers vegna færðu þér nú
ekki heitt bað og skellir þér svo I
rúmiö?” A eftir sat Evie hjá Carol
inni I herberginu hennar í hálftlma, á
meðan ég þóttist vera aö lesa bók
frammi i stofu. Svo komu þær báöar
fram til mln. „Hana langar til þess aö
bjóöa góöa nótt,” sagði Evie.
Augu Carol voru enn rauö, en
samt orðin þurr. Henni tókst að
brosa, og svo kyssti hún mig. „Góöa
nótt, pabbi,” sagöi hún. Hún setti