Úrval - 01.04.1962, Page 32
40
ÚRVAL
hans, „en enginn kynntist honum
samt nái'ð“.
Þrátt fyrir það verða það viss-
ir eiginleikar, sem öðrum eigin-
leikum fremur, munast og móta
mynd hans. Dr. Slotin var til
dæmis mjög hugrakkur maður —
en hugrekki hans kom dálítið
einkennilega fram. „Áhættan var
honum að skapi“, segir annar
samstarfsmanna hans. „Hann var
ákaflega rólegur, eins og hann
vildi leyna þannig einhverri innri
spennu, en þegar um einhverja
hættu var að ræða, var hann í
essinu sinu“.
Þess ber að gæta, að þessi um-
rædda tilraun var ekki nein vís-
indaleg dægradvöl, sem dr. Slotin
og aðrir þeir ungu visindamenn,
sem unnu þarna í Los Alamos,
höfðu fundið upp sér til skemmt-
unar. Þessi tilraun var óhjá-
'kvæmileg, sem eitthvert mikil-
vægasta atriðið í sambandi við
smíði hverrar kjarnorkusprengju.
Og hún er það i rauninni enn í
dag.
Efnin, sem gera kjarnorku-
sprengjuna — úraníum 235 og
plútoníum — eru harla einkenni-
leg. Undir vissu magni og stærð
er þessi þungi, dökkgrái málm-
ur ekki hættulegri en blý, og ekki
hvor um sig. En komi visst magn
af þeim saman, hefst óðara sú
keðjuverkun, sem veitir kjarn-
orkusprengjunni mátt til að eyði-
leggja borgir og' byggðir.
En þetta magn verður aldrei
nákvæmlega fundið með útreikn-
ingum eingöngu, auk þess sem
það verður mismunandi eftir því
hversu mikill eyðileggingarmátt-
ur er ætlaður hverri viðkomandi
sprengju. Ekki er heldur unnt að
reikna nákvæmlega út bilið, sem
vera þarf milli þessara tveggja
málmkólfa, til þess að engu me-gi
muna að keðjuverkunin hefjist.
Tilgangurinn með tilrauninni,
sem dr. Slotin vann að — og
sem eftirmenn hans endurtaka
enn þann dag í dag — var þvi, svo
öllum vísindalegum og flóknum
útskýringum sé sleppt, i rauninni
i því fólgið að finna minnsta bil
milli málmkólfanna tveggja í
vissri afstöðu, án þess keðjuverk-
un hæfist, og' því var það, að
hann ýtti þeim nær hvorum öðr-
um, örhægt og af ýtrustu varúð.
Með öðrum orðum, um leið
og þess sáust merki á mælitækj-
unum, að keðjuverkunin væri að
hefjast, og bilið var þar með á-
kvarðað, var hálfkúlunum ýtt
hvorri frá annarri aftur áður en
til raunverulegrar hættu kom.
Spurningin var því sú, hvar þetta
hættumark væri.
Enginn viðstaddra, og enginn
kjarnorkuvísindamannanna í Los
Alamos, vissi þó til hlítar hvað