Úrval - 01.04.1962, Blaðsíða 76
84
ÚRVAL
ist á hinn bóginn vera að nálg-
ast lögmál málaralistarinnar.
Hvers vegna vill Maderna, sem
skilur Mozart, Ravel og Weber
svo vel, gera tilraunir á þessu
nýja tónsviði? Vafalaust vegna
þess, „að það er til“, likt og
Mallory komst að orði um ástæð-
una til að klífa Everestfjall.
Hvers vegna láta hann og
starfsbræður hans sér ekki nægja
að semja tónlist fyrir þau hljóS-
færi, sem fyrir hendi eru, og
fyrir hljóðfæraleikara? Fyrst og
fremst vegna þess, að hljóðfæra-
leikararnir vilja fremur halda
áfram að leika verk Beethovens
og í öSru lagi vegna þess, „að
fyrsti vísirinn að vexti og fram-
þróun er fólginn í því, aS vera
haldinn hinni guðdómlegu ó-
ánægju með það, sem fyrir er.“
Lá við, að hún yrði kviksett.
ÞEGAR amma mín, Valgerður Briem, var milli tvítugs og þrí-
tugs, lagðist hún snögglega veik. Eftir nokkurra daga þunga legu,
kom yfir hana svo magnað máttleysi, að hún lá sem líflaus væri,
skindauð. Þeir, er viðstaddir voru, álitu allir, að hún væri dáin.
Var hún þvi, áður en dægrið var liðið, lögð á líkfjöl og byrjað að
sauma utan um hana. Hún heyrði hvert orð, sem talað var kring-
um hana og var með fullkomnu ráði og meðvitund, en máttleysið
var svo magnað, að henni var ómögulegt að hræra legg eða lið.
Eins og nærri má geta, féllst henni mikið um að heyra harma-
tölur þeirra, er viðstaddir voru, og vita, að hún þyrfti að skilja
við alla, sem henni voru kærir, á þann hátt að vera lögð með fullri
meðvitund lifandi niður í gröfina. Þegar því nær var búið að
sauma líkklæðin um hana, átti seinast að brjóta línið utan um
fæturna, gat hún þá með síðustu tilraun kvikað lítið eitt stóru
tánni, svo að kvenmaður sá, er saumaði likklæðin, tók eftir því.
Voru þá fleiri kallaðir til. Gat hún þá í annað sinn kvikað tánni,
svo að fleiri sáu. Sem nærri má geta, var fljótlega sprett upp
likklæðunum og hún lögð í rúmið aftur. Áður löng stund leið,
raknaði hún við úr hinum þunga dvala og friskaðist vonum bráð-
ar, svo að hún varð á stuttum tima alheilbrigð. Eftir þennan
atburð átti hún mörg börn, sem síðan eru þekkt af mörgum, og
dó í hárri elli, 93 ára gömul. — Saga þessi er sönn. Amma min
hefur sjálf sagt mér hana. En hér er hún sett þeim til athug-
unar, sem eru staddir við sóttarsæng og andlát manna.
— Tryggvi Gunnarsson, Alm. Þjóðv. 1888.