Selskinna - 15.05.1948, Side 22
20
láta það hjá líða að tilkyima yðar hávelborinheitum
það til umhugsunar“.1)
Það má sjá af bréfi þessu, að Abel sýslumanni hefir
ekki litist á blikuna. Honum hefir fallið allur ketill í
eld þegar hann fékk að reyna það á Þórarni, hve auð-
velt var að snúa slíkum trúarofstækismönnum eða sann-
færa þá, og svo við það að sjá, að menn fóru þegar að
hneigjast að þessari nýju trú.
Sýslumaður segist hafa hvatt prestinn til þess að skrifa
biskupi um málið. Það bréf er til í skjalasafni biskups,
og er dags. sama dag og sýslumannsbréfið, enda vafa-
laust send með sama manni, þeim, sem séra Jón sendi.
Annars er ekki margt nýtt í þessu bréfi síra Jóns um
upptök Mormónskunnar, en miklu meira af allskonar
orðagjálfri og kveinstöfum yfir þessum ósköpum í „geist-
legum efnum“, segir síra Jón, „sem í min snart útrunn-
in 39 embættisár aldrei hafa slik fyrir mig komið áður“.
Getur hann þess til, að Þórarinn muni vera búinn að
veiða 2—-3 persónur „í sína vélanót“, en fullyrðir það þó
ekki, að svo sé komið, segir, að það sé „góðu fyrir goldið
— þótt dult fari —“ ef ekki sé svo. Rekur nokkuð sögu
Þórarins og gefur honum góðan vitnisburð og segir svo
um hann nú: „Nú sést hann ekki í kirkju, situr við sín-
ar heilarugls stúdéringar í einhýsi að sér læstu. Sakra-
mentið kvað hann ekki framar ætla að meðtaka, né láta
skíra börn sín, útdeila sjálfur brauði og víni, svo miklu
sem hver vill hafa, enda úti á víðavangi, m. m. Konu
sína, vænstu manneskju, vill hann sem prestur endur-
1) Bréfabók sýslum. Vesím. 1851 nr. 246