Selskinna - 15.05.1948, Síða 23
21
skíra, og var nær við í því skyni nýskeð, að hrinda henni
í sjóinn, sem þó ekki tókst“. Getur svo um það hvernig
sýsulmaður tók í málið, og að það hafi orðið ofaná, eftir
að þeir höfðu þingað um þessa „uppákomu“ frá því „eftir
messu“ á sunnudag (27. apr.) „til sólseturs“ ... „það ég
í snarræði senda skyldi til biskupsins, sem þá hér með
skeður“. Segist hann hafa gert Þórarni orð að finna sig,
„sem enn ekki er skeð“. Svo segir hann frá Jóhanni Jó-
hannssyni „snikkara-nefnu“ . . . „Síðan er enn nú von
á manni 3ja hingað með fyrsta kaupskipi, sem mælt er
að sé líkt sem biskup yfir áminnstum 2 villulærðu prest-
um; sá sami er Guðmundur Guðmundsson úr Rangár-
vallasýslu eins og Þórarinn“.
Öskar hann svo ráða biskups „að þetta eitraða fóstur
kæft yrði í fæðingunni“ o. s. frv. Og loks spyr hann
hvort hann muni ekki geta fengið sér greiddan kostnað-
inn við þessa sendiför „í svo hæst umvarðandi málefni“,
sem kostaði sig „upp í vissa 10 rbd minnst til tekið“.1)
Rétt eftir þessum bréfum kemur svo stutt bréf frá síra
Jóni Austmann, skrifað 1. maí (1851). Getur hann þess
þar, að nú hafi hann náð í Þórarin heim til sín „eftir
áður framsettri ósk minni“, og getum vér séð af öðru
bréfi frá séra Jóni síðar,2) að það var 30. apríl eða mið-
vikudaginn eftir. „Leitaðist ég þá við að sannfæra hann
um villu síns vegar, á 3ju klukkustund, fyrst blíðlega,
en síðan með fullri alvöru og krafti, sem alls engan á-
vöxt hafði honum til viðréttingar, heldur kvaðst hann
halda við sitt fyrirtæki". Segist hann hafa skrifað hjá
1) Bréf biskups.
2) Bréf sira Jóns 3. júní 1851, til biskups, i biskupsskjölum.