Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2014, Blaðsíða 22

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2014, Blaðsíða 22
Einar Trausti Einarsson, Einar Guðmundsson, Gylfi Jón Gylfason og Þorlákur Karlsson áhættuhóp sem í er hátt hlutfall nemenda með þann vanda sem leitað er að en jafn- framt fáir nemendur sem falla ranglega í áhættuhópinn (Compton o.fl., 2010; Einar Guðmundsson, 1999). Stilla má vísunar- viðmið með hliðsjón af markmiðum með leitinni og þeim kostnaði sem hægt er að leggja í leitina (Compton o.fl., 2010). Með því að breyta vísunarviðmiðum og gera þau rýmri er hægt að finna fleiri börn sem eru í áhættu. En samhliða því að fleiri böm í áhættu finnast eykst kostnaður skimunar. Þannig sýnir rannsóknin að finna má flest (89%) þeirra barna sem em í lestrarvanda með því að styðjast við vísunarviðmiðið 41 á leshraða í Logos en því fylgir sá kostnað- ur að stór hópur (38%) nemenda er rang- lega sendur í ítarlega greiningu. Umtals- verður kostnaður getur fylgt því að flokka börn ranglega í áhættu, þar sem skólar myndu greiða fyrir ítarlega greiningu hjá stórum hópi nemenda sem þyrfti ekki á slíkri greiningu að halda. Jafnframt myndi bið eftir greiningu og aukinni þjónustu aukast. Takmarka má kostnað af skimun með því að styðjast við strangari vísunar- viðmið því að þá fækkar þeim nemendum sem ranglega em flokkaðir í áhættu. Um leið minnkar gagnsemi skimunarinnar þar sem lægra hlutfall nemenda með lestrar- vanda mun finnast. Rannsóknin sýnir að hægt er að minnka þann hóp nemenda sem er ranglega flokkaður í áhættu veru- lega (22%) með því að styðjast við vísunar- viðmiðið 25 á leshraða í Logos. Afleiðingin af þessu er að töluvert færri nemendur (73%) í lestrarvanda finnast. Þegar vísunarviðmið er ákveðið þarf að vera jafnvægi á milli hlutfalls þeirra barna sem finnast (gagnsemi) og hlutfalls þeirra bama sem send em í frekari greiningu að óþörfu (kostnaður). Helsta niðurstaða rannsóknarinnar er að bestur árangur næst í skimun með Logos þegar vísunar- reglan 33 á leshraða í Logos er notuð til að vísa börnum í ítarlega greiningu. Með þessu viðmiði finnst hátt hlutfall nemenda (81%) með þann vanda sem leitað er að en jafnframt munu um 27% nemenda fara að óþörfu í greiningu á lestrarvanda. Erfitt er að setja árangur skimunar með Logos í samhengi við árangur annarra íslenskra lesskimunartækja þar sem ekki hefur verið birt efni um gagnsemi og kostnað af þeim svo vitað sé. Eitt helsta verkefnið í þróun lesskim- unarprófa er að finna leiðir til þess að auka næmi prófanna og fækka óþarfa vísunum í greiningu. Æskilegt er að finna að minnsta kosti 90% nemenda í áhættu og flokka jafnframt ekki fleiri en um 10% nemenda ranglega í áhættu (Compton o.fl., 2010). En eins og niðurstöður þessarar rannsóknar sýna er þetta sýnd veiði en ekki gefin. Til að mynda fundu Compton og félagar (2010) í umfangsmikilli heimildaleit sinni aðeins tvö erlend lestrarskimunarpróf sem ná þessu markmiði. Leit að börnum í lestrarvanda með Logos hefur nokkra annmarka. Til að mynda er í þeim hópi barna sem vísað er til frekari greiningar ávallt nokkur fjöldi sem þarf ekki á frekari greiningu að halda. Ef finna á 80% barna með lestrarerfið- leika í 40 barna hópi með því að styðjast við mælingar á leshraða þurfa alls um 11 börn að fara að óþörfu í frekari greiningu. Kostnaður vegna þeirra bama sem rang- lega er vísað í greiningu er því talsverður. Hægt væri að minnka þann kostnað með
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.