Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2014, Blaðsíða 119

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2014, Blaðsíða 119
Viðhorf til samþættingar skóla- og frístundastarfs I fjölmenningarskóla upplýsingar um starfið í frístundaheim- ilinu og hvað börnunum stæði til boða. Foreldrar töldu æskilegt að börnin fengju að velja leiksvæði daglega. í upphafi skóla- ársins komu börnin heim með val fyrir vikuna, en það kom ekki vel út að mati for- eldra. Að mati þeirra voru börnin of ung til að velja svo langt fram í tímann. Foreldrar sögðust ekki eiga mikil samskipti við starfsfólkið í Vinafelli en áttu auðvelt með að ná sambandi við deildarstjóra í síma eða með tölvupósti. Sumir nefndu hávaða og óreiðu þegar komið væri að sækja börn í lok dags, en þó kom fram að flest börnin ganga sjálf heim. Upplýsingaflæði Margir foreldrar notuðu Mentor (rafrænt upplýsingakerfi skóla) til að fá upp- lýsingar um hvernig barni sínu gengi og voru líka ánægðir með að fá tölvupósta frá kennara með fréttum um skólastarfið og upplýsingum um börnin sín. Sumir foreldrar vildu líka fá upplýsingar á blaði en aðrir voru sáttir við að fá rafrænar upp- lýsingar frá skólanum. Foreldrar virtust líka nota heimasíðu skólans til að fylgjast með hvað börnin fengju í hádegismat. Tal- að var um gott samband á milli kennara og foreldra og reyndu foreldrar að mæta á alla boðaða fundi. Nokkrir foreldrar nefndu bekkjarkvöld sem hefði að þeirra mati verið vel heppnað en var ekki endur- tekið. Aðrir foreldrar höfðu ekki tekið þátt í bekkjarkvöldi, ýmist vegna þess að það hafði ekki verið skipulagt í bekk barns þeirra eða vegna þess að þeir höfðu ekki komist vegna vinnu. Umræða Rannsóknin varpaði ljósi á mikilvægt þró- unarverkefni í íslensku skólastarfi sem snýr að mótun samþætts skóla- og frí- stundastarfs í fjölmenningarlegum skóla. Niðurstöður benda til þess að þróunar- verkefnið styðji markvisst fjölmenningar- lega stefnu skólans og að tekin hafi verið skref til að tengja betur saman skóla- og frístundastarfið. Þrátt fyrir byrjunarörðug- leika taldi starfsfólk og foreldrar að aukin samþætting kæmi börnunum til góða og að tekist hefði að ná ákveðnum stöðug- leika. Börnin sjálf sögðu að þeim þætti gott að þekkja starfsfólk sem fylgdi þeim úr skóla yfir í frístundaheimilið, og virtust almervnt sátt við breytingarnar sem orðið höfðu. Hafa ber í huga að um er að ræða yfirstandandi þróunarverkefni og mun tíminn leiða betur í ljós hvernig samþætt- ingu skóla- og frístundastarfsins reiðir af. Hér verða þrjár meginniðurstöður rann- sóknarinnar dregnar saman og ræddar í ljósi fyrri þekkingar. Þessar niðurstöður snúa að: i) gildi þess að samþætta skóla- og frístundastarf í fjölmenningarlegum skóla, ii) því að aukin áhersla á frístund- astarf og félagslega þátttöku barna styður aðlögun og samþættingu í anda fjölmenn- ingarstefnu og ekki síst, iii) því að skil- greina þurfi betur hlutverk frístundaleið- beinenda í skólum og veita þeim öflugri faglegan stuðning. Fyrsta niðurstaðan snýr að hinu fjöl- menningarlega samfélagi sem ríkir í Fellaskóla: Samþætting skóla- og frístunda og lengdur skóladagur hentar vel fyrir börn °g fjölskyldur í Fellasköla. Sú staðreynd að þátttaka í frístundastarfinu var hluti skóla- dagsins efldi tengslamyndun og félags-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.