Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2014, Blaðsíða 32

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2014, Blaðsíða 32
Gunnar E. Finnbogason og Halla Jónsdóttir Sýn á börn Hvernig og í hversu ríkum mæli börn njóta í raun réttinda sinna hangir saman við þá sýn á börn og bernsku sem er ríkjandi hverju sinni (sjá m.a. Johansson, 2009). Hugtökin barn og bernska hafa sterka táknræna merkingu og um þau eru notað- ar ýmsar myndlíkingar í ólíku samhengi. Við þekkjum orðatiltæki eins og „barnið er framtíð okkar", „barnið á að fá að vera barn" og „barnið innra með okkur". Þessi orðatiltæki endurspegla ákveðna sýn á barnið. Orðatiltækið „barnið er framtíð okkar" vísar til þess að barnið tilheyri öðrum tíma en núinu. Líf þess verði fullgilt í framtíðinni þegar það hefur náð fullum þroska. Barnið er í þessum skilningi smátt og smátt að þroskast og auka færni sína (e. a human becoming) (Qvortrup, 1994; Sommer, 2010). Barnið er í þessu samhengi á ákveðinni þroskabraut, það þroskast smátt og smátt og bætir stöðugt við sig hæfniþáttum, bæði hvað snertir líkams-, vitsmuna- og siðferðisþroska. Afleiðing þessarar sýnar er sú að barnið er með- höndlað sbr. hér framar eins og það sé ekki enn fullburða manneskja heldur tilvon- andi manneskja eða verðandi manneskja. Hættan sem þessu fylgir er sú að litið sé svo á að barnið sé ófullkomið og að það sé hinna fullorðnu að bæta úr því. Litið er á börn í þessari stöðu sem viðkvæman hóp sem þurfi á stuðningi og vernd að halda. Mótsögnin í þessari sýn liggur í því að samtímis því að litið er á börnin sem við- kvæman hóp eru þau hið fullorðna fólk framtíðarinnar. Þeim er ætlað, með hæfi- leikum sínum, að ná lengra en sú kynslóð fullorðinna sem alið hefur þau upp. Þetta leiðir okkur að sígildri spurningu: Hvaða veganesti gagnast börnum best í fram- tíðinni? Orðatiltækið „barnið á að fá að vera barn" felur í sér að litið er á barnið eins og það er hér og nú og að bernskan hafi gildi í sjálfu sér. Barnið lifir í heimi leiks og ímyndunar sem hinir fullorðnu hafa ekki aðgang að. Erfitt getur verið fyrir þann fullorðna að setja sig inn í þennan heim barnsins (Johansson, 2009). Einnig má finna aðra sýn á bamið þar sem litið er á það sem hæfan (e. compe- tent) einstakling. Þessi sýn kemur sterkt fram í nýjum rannsóknum og skrifum um bernskuna (Corsaro, 2005; Gustafsson, 2011; Juul, 1996, 2005; Sommer, 2010). Litið er á barnið sem virkan geranda og hæfan einstakling sem hefur áhrif á eigið líf og umhverfi og ber að taka alvarlega. Litið er á bernskuna sem félagslega og menn- ingarlega hugsmíð sem ber mót af sínum sérstaka tíma, stað og umhverfi. í félags- legri og menningarlegri hugsmíðahyggju er gert ráð fyrir að barnið sjálft sé þátt- takandi í því að skapa hið félagslega og menningarlega umhverfi. Hin nýja bemskufélagsfræði gerir greinarmun á hugtökunum verðandi mann- eskja (e. a human becoming) og verandi mann- eskja (e. a human being). Hið fyrra vísar til þess að bamið sé á þroskabraut og óum- flýjanlega ófullkomið. Hið síðara vísar til þess að barnið sé sjálfstætt og búi yfir hæfi- leikum og getu sem fullgild manneskja (a human being), eins og gert er ráð fyrir í Barnasáttmálanum. Með þessari afstöðu er gengið út frá þvf að börn og unglingar skilji veruleika sinn út frá sínu eigin sjón- arhomi og að börn séu virkir þátttakendur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.