Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2014, Blaðsíða 76

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2014, Blaðsíða 76
Sigríöur Halldórsdóttir og stuðla þannig að eigin þekkingarþróun og þekkingarþróun innan fræðigreinar sinnar. Skilgreining áhinum góða háskólakennara Skilgreining á hinum góða háskólakenn- ara er þá í ljósi ofangreinds: Góður háskólakennari er skapandi og óhræddur við að nota nýjungar í kennsluaðferðum til að efla nám háskólanema. Hann er ákveðinn, um- hyggjusamur og gagnrýninn í hugsun, trúverð- ugur og þekkir sjálfan sig. Góður háskólakennari hefur færni á sjö meginsviðum: samskiptafærni, kennslufærni, umhyggjufærni, tilvistarfærni, siðferðilega færni, færni í að efla og styrkja há- skólanema og fæmi í ígrundun og sjálfsrækt sem persóna og sem háskólakennari. Áhrifgóðra háskólakennara Áhrifum góðra háskólakennara er í kenn- ingunni lýst sem eflingu háskólanema og umbreytingu. í kenningunni er því haldið fram að góðir háskólakennarar efli áhuga- hvöt háskólanema til að læra og vaxa bæði persónulega og faglega. Háskólanemarnir fái aukinn áhuga á námsefninu og að kafa dýpra í náminu (e. deep learning) sem gefi þeim tilfinningu fyrir árangri og ávinn- ingi. Háskólanemunum finnist þeir vera teknir gildir, þeir fái jákvæða sjálfsmynd sem háskólanemar og fái staðfestingu á því að þeir séu á réttri leið því þeir fái jákvæða endurgjöf þegar þeir standa sig vel og uppbyggjandi leiðbeiningar þegar þeir gera það ekki. Góðir háskólakennarar efla von og bjartsýni háskólanema, sem virkar hvetjandi á þá, og þeir skora á há- skólanema að gera ætíð sitt besta. Umræður um niðurstöður Kennurum er ætlað að breyta fólki (Sizer og Sizer, 1999) og kenningunni, sem hér er kynnt, er ætlað að svara þeirri spurningu hvers konar persónulega eiginleika og fag- lega færni háskólakennarar þurfi að hafa ef þeim á að takast að efla og breyta há- skólanemum innan ramma gæða sem um- breytingar. Auðvitað eiga margir af eigin- leikum góðra háskólakennara einnig við um góða kennara á öllum skólastigum en í þessari grein er fyrst og fremst horft á há- skólakennara og hlutverk þeirra í faglegri félagsmótun háskólanema. Samkvæmt kenningunni þurfa góðir háskólakenn- arar að búa yfir gagnrýninni hugsun, um- hyggju, trúverðugleika, sjálfsþekkingu, ákveðni og skapandi hugsun. Sú faglega færni sem þeir þurfa að hafa er samskipta- færni, kennslufæmi, umhyggjufærni, til- vistarfæmi, siðferðileg færni, fæmi í að efla háskólanema til dáða og ígrundunar- og sjálfsþróunarfæmi sem persóna og sem háskólakennari. Samkvæmt kenningunni er góður há- skólakennari ekki aðeins umhyggjusamur heldur hefur hann umhyggjufærni, þ.e. kann að skapa umhyggjusamfélag (Bruce og Stellem, 2005) og kann að stuðla að þroska annarra (Mayeroff, 1971). Hann þarf einnig að hafa tilvistarfærni sem er nýtt hugtak og tekur m.a. til þess að geta ætíð verið til staðar og hlustað af gaum- gæfni á aðra. í tilvistarfærni felst einnig, samkvæmt kenningunni, tilfinningafærni. Samkvæmt kenningunni þurfa háskóla- kennarar að hafa tilvistarfæmi til þess að geta lagt rækt við tilfinningagreind og til- vistarfæmi háskólanema, geta t.d. ráðið 74
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.