Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2014, Blaðsíða 86

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2014, Blaðsíða 86
Vanda Sigurgeirsdóttir og Jakob Frímann Þorsteinsson eru á vettvangi frítímans en fjölmargar rannsóknir sýna fram á mikilvægi frí- tímans fyrir andlega og líkamlega heilsu (sjá t.d. Best, 2010; Bull, Hoose og Weed, 2003; Dattilo, 2008; Fletcher, Nickerson og Wright, 2003; Leitner og Leitner, 2012; Philipp, 1997; Ponde og Santana, 2000; Roberts, 2006; Ruskin og Sivan, 2002; Tor- kildsen, 2005; Wang, Karp, Winblad og Fratiglioni, 2002). í raun má segja að það geti skipt sköpum fyrir lífsgæði einstak- linga hvernig frítímanum er varið (Leitner og Leitner, 2012). Hlutverk tómstunda- og félagsmálafræðinga er fyrst og fremst að skapa aðstæður og aðstoða einstaklinga við að verja frítíma sínum á jákvæðan og uppbyggjandi hátt. Meginmarkmið náms í tómstunda- og félagsmálafræði er að búa nemendur af kostgæfni undir þetta mikil- væga hlutverk. Ekki hefur þó verið rann- sakað hvort það markmið hafi náðst og er þessari rannsókn ætlað að verða mikil- vægt skref í þá átt. Markmið rannsóknarinnar var að afla upplýsinga frá brautskráðum nemendum um það hvernig námið reyndist og ekki síst hvernig það hefur gagnast í starfi og/ eða áframhaldandi námi. Draga má mikil- vægan lærdóm af reynslu fyrrverandi nemenda sem vonandi leiðir til þess að gott nám verður enn betra. Þar sem hugtakanotkun á vettvangi er nokkuð á reiki er mikilvægt að skilgreina þau þrjú meginhugtök sem námið í tóm- stunda- og félagsmálafræði er í raun byggt á. Fyrst ber að nefna frítímann en það er sá tími sem við ráðum yfir sjálf, tíminn sem eftir er þegar vinnu og öðrum skyldum er lokið og líkamlegum þörfum hefur verið mætt (Leitner og Leitner, 2012; Vanda Sigurgeirsdóttir, 2010). Því næst er hug- takið tómstundir (e. leisure) en það er flókið hugtak sem erfitt hefur reynst að skilgreina (Blackshaw, 2010; Harris, 2005; Kelly, 2009; Rojec, 1995; Torkildsen, 2005). í þessari grein er stuðst við eftirfarandi skil- greiningu: í grundvallaratriðum má segja að tómstundir eigi sér stað í frítíma. Tómstundir eru því athöfn, hegðun eða starfsemi sem á sér stað í frítímanum og flokkast sem tómstundir að ákveðnum skilyrð- um uppfylltum. Þau skiiyrði eru að einstaklingur- inn líti sjálfur á að um tómstundir sé að ræða. Að athöfnin, hegðunin eða starfsemin sé frjálst val og hafi í för með sér ánægju og jákvæð áhrif. Kjami tómstunda má segja að felist í vellíðan og aukn- ingu á lffsgæðum (Vanda Sigurgeirsdóttir, 2010). Loks eru svo hugtökin tómstundastarf eða skipulagðar tómstundir, sem hér eru lögð að jöfnu og er átt við skipulagða starfsemi á vegum stofnana, samtaka eða hreyfinga þar sem unnið er saman að markmiðum, áhugamálum og hugsjónum sem þátttakendur sjálfir meta mikils (Ásta Möller o.fl., 2003). Sem dæmi um tóm- stundastarf má nefna félagsmiðstöðvar, skátahreyfinguna, Rauða krossinn, íþróttafélög og kirkjustarf. Hugtökin frí- stundir og frístundastarf eru ekki notuð en samkvæmt skilningi höfunda merkja þau hugtök það sama og tómstundir og tóm- stundastarf, enda kemur fram í íslenskum orðabókum að tómstund hafi merkinguna „frístund, stund eða tími þegar ekki þarf að gegna skyldustörfum" (Árni Böðvars- son, 1982, bls. 728; Mörður Árnason, 2002, bls. 1601; Snara, e.d.). Rannsóknin sem hér verður greint frá er nokkuð viðamikil og í þessari grein er aðeins fjallað um hluta niðurstaðna. Meg- ináhersla er lögð á það sem þátttakendur hafa að segja um gagnsemi náms í tóm-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.