Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2014, Blaðsíða 15

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2014, Blaðsíða 15
Skilvirkni Logos i lestrarskimun lensku í 4. bekk voru gjaldgengir í rann- sóknina. Alls höfðu 187 börn af 228 börn- um (82%) sem voru í 3. bekk haustið 2011 lokið við bæði prófin og voru því gjald- geng í rannsóknina. Af 187 þátttakendum í rannsókninni voru 85 drengir (45,7%) og 101 stúlka (54,3%). Kyn var ekki skráð hjá einum þátttakanda. Mælitæki Logos. Logos er tölvutækt greiningarpróf í lestri fyrir börn. Það er byggt á norskri fyrirmynd og er prófið þýtt og staðfært fyrir íslensk börn í 3., 6. og 9. bekk (Hoien, 2008). Prófið samanstendur af alls 18 próf- hlutum fyrir börn í 3. bekk þar sem meðal annars er lagt mat á lestrarfærni, hlustun og skilning, færni í umskráningu og aðra lestrartengda færniþætti. Fyrir hvern próf- hluta eru reiknaðar niðurstöður í formi hundraðsraðar. Fyrirlögn á öllu Logos- prófinu tekur rúmlega klukkustund. í þessari rannsókn var stuðst við fjóra prófhluta Logos sem meta almenna lestrarfærni barna. Þeir eru: LeshraÖi, les- skilningur, lestur með hljóðaaðferð og lestur út frá rithætti. í rannsókninni er athugað hvort hægt er að nota einn eða fleiri þess- ara fjögurra prófhluta f skimun. í þessu samhengi eru prófhlutarnir ekki lengur hluti af greinandi prófi heldur er verið að athuga hvort hægt sé að nota þá í skimun. Gögn rannsóknarinnar nýtast til að meta réttmæti þessara prófhluta í skimun. Fyrir- lögn á framangreindum prófhlutum tekur alls um 10-15 mínútur fyrir hvert barn. Til að meta leshraða og lesskilning er nemandinn beðinn að lesa upphátt texta sem birtist á tölvuskjá. Textinn er frásögn og skiptist í fimm kafla, þar sem einn kafli er birtur í senn á skjánum. Á milli kafla eru nemendur beðnir að svara þremur spurn- ingum um þann texta sem þeir voru að lesa. Leshraði er reiknaður út frá fjölda rétt lesinna orða á mínútu. Mat á lesskilningi byggist á svörum nemenda við fimmtán spurningum um textann. Til að meta færni nemenda í lestraraðferðunum lestur með hljóðaaðferð og lestur út frá rithætti eru nem- endur beðnir að lesa röð orða sem birtast á tölvuskjá, eitt orð í einu. Orðið stendur á skjánum í fimm sekúndur. Til að meta hljóðaaðferðina eru nemendur beðnir að lesa 24 bullorð sem eru breytileg með tilliti til lengdar og erfiðleikastigs. Til að meta lestur út frá rithætti eru nemendur beðnir að lesa 36 orð sem eru breytileg að lengd og tíðni. Samræmd könnunarpróf í íslensku. Ár- angur nemenda í íslensku var mældur með samræmdum könnunarprófum í íslensku frá árinu 2012. í október á ári hverju þreyta börn í 4. bekk samræmd könnunarpróf nema þau hafi undan- þágu frá próftöku samkvæmt reglugerð (Reglugerð um fyrirkomulag og fram- kvæmd samræmdra könnunarprófa í 4., 7. og 10. bekk grunnskóla nr. 435/2009). Samræmda könnunarprófinu í íslensku árið 2012 var skipt í fjóra námsþætti (les- skilningur, málfræði/málnotkun, stafsetning, ritun) sem hafa mismikið vægi og eru í formi krossaspurninga, eyðufyllinga og ritunar. Við mat á lesskilningi nemenda eru þeir beðnir að lesa stuttan texta í hljóði og svara spurningum um efni textans. Færni nemenda í málfræði og málnotkun er metin með krossaspurningum og eyðufylling- um, þar sem nemendur eiga til að mynda að velja rétt samheiti, andheiti og samsett
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.