Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2014, Blaðsíða 98

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2014, Blaðsíða 98
Vanda Sigurgeirsdóttir og Jakob Frímann Þorsteinsson í heildina má segja að niðurstöður rann- sóknarinnar er snúa að atvinnu hafi verið jákvæðar. Viðhorftil námsins Rannsóknin leiddi í ljós að almennt eru viðhorf brautskráðra nemenda til náms í tómstunda- og félagsmálafræði jákvæð. Til að mynda sýna niðurstöður að 96% þátttakenda eru, þegar á heildina er litið, frekar eða mjög ánægðir með námið. Þá eru þeir nær allir frekar eða mjög sammála því að námið hafi búið þá vel undir verk- efni í núverandi starfi (92,5%) og undir verkefni í lífinu almennt (94%). Þó eru færri, eða 66,6%, sem telja að námið hafi búið þá frekar eða mjög vel undir það nám sem þeir stunda nú. Líklegt má telja að ein ástæðan sé sú að hluti nemenda hafi valið sér nám ótengt tómstunda- og félags- málafræði en einnig verður að velta því upp hvort námið undirbúi nemendur ekki nægjanlega vel fyrir frekara nám. Skoða þarf þessar niðurstöður nánar og grafast fyrir um hvað brautskráðir nemendur telja að megi bæta í þeim efnum. Er sú vinna þegar komin í gang með rýnihópavið- tölum meðal brautskráðra nemenda. Gildi og gagnsemi Óhætt er að segja að gildi og gagnsemi námsins virðist vera talsverð er kemur að hagnýtum þáttum, eins og undirbúningi fyrir ýmsa starfsemi á vettvangi frítímans, auknu sjálfstrausti, sem og þjálfun í heim- ildaleit og færni í að tjá sig munnlega og skriflega, en ekki síður þegar litið er til þátta sem tengjast gildismati og sam- félagslegri ábyrgð. Þetta er mjög jákvætt, ekki síst vegna þess að í stefnu Háskóla ís- lands fyrir árin 2011-2016 kemur fram að leggja á ríka áherslu „á að efla siðferðilega dómgreind, vitund um sjálfbærni og sam- félagslega ábyrgð starfsmanna jafnt sem nemenda og þar með samfélagsins alls til lengri tíma" (Háskóli íslands, e.d.). Þar kemur einnig fram að Háskólinn vill vera í fararbroddi í jafnréttismálum og leggja á áherslu á jafnrétti í allri starfsemi (Háskóli íslands, e.d.). í því ljósi er athyglisvert að brautskráðir nemendur í tómstunda- og félagsmálafræði mátu þessa þætti mun meira en brautskráðir nemendur frá Há- skóla íslands árið 2010 (Ásdís Aðalbjörg Arnalds o.fl., 2012). Sem dæmi eru 84,6% brautskráðra nemenda í tómstunda- og félagsmálafræði frekar eða mjög sammála því að námið hafi eflt siðferðislega dóm- greind þeirra en 62% í rannsókninni frá 2010. Þá eru 84,6% brautskráðra nemenda í tómstunda- og félagsmálafræði sammála um að námið hafi eflt vitund þeirra um samfélagslega ábyrgð en einungis 59% í rannsókninni frá 2010. Loks telja 63,1% á móti 52% að námið hafi eflt vitund þeirra um sjálfbærni og 70,7% á móti 44% að námið hafi eflt vitund þeirra um jafnrétti. Þessar rannsóknir voru ekki gerðar á sama tíma og fjöldi þátttakenda er ekki sá sami en eigi að síður eru þetta athyglisverðar niðurstöður. Jafnrétti, siðferðisleg dóm- greind, samfélagsleg ábyrgð og sjálfbæmi eru allt gildi sem flestir hljóta að vera sam- mála um að gott sé fyrir fólk að tileinka sér og því væri fróðlegt að kanna nánar hvað veldur þvf að námið í tómstunda- og félagsmálafræði virðist hafa þessi jákvæðu áhrif á nemendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.