Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2014, Blaðsíða 17

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2014, Blaðsíða 17
Skilvirkni Logos i lestrarskimun máli fyrir nákvæmni skimunar (Einar Guðmundsson, 1999). Án upplýsinga um tíðni vandans er erfitt að meta hversu háu hlutfalli barna skuli vísa til ítarlegrar greiningar í kjölfar skimunar. Þetta undir- strikar þá staðreynd að ákvarðanir sem teknar eru í kjölfar skimunar eru í eðli sínu tölfræðilegar. Útkoma á samræmdu könnunarprófi í íslensku var notuð sem vísbending um stöðu nemenda í lestri. Samræmdar ein- kunnir eru normaldreifðar. Þessar ein- kunnir gefa því upplýsingar um grunn- tíðni sem hægt er að nota til að skilgreina vanda. Þegar einkunnir eru normaldreifð- ar fá um 68% barna á landsvísu einkunn á bilinu 20 til 40, en slík frammistaða telst innan eðlilegra marka og í meðallagi. Ein- kunnin 20 í samræmdum könnunarpróf- um er undir meðallagi og telst vera slakur námsárangur. Árlega fá um 16% barna einkunn sem er lægri en 20, um 7% barna fá einkunn sem er lægri en 15 og loks fá um 2% barna einkunn sem er lægri en 10. í þessari rannsókn voru sett tvö viðmið um það hvenær barn telst vera í vanda, eitt almennt (vandi) og annað sértækara (mikill vandi). Nemendur sem fengu 20 eða lægra í samræmdu könnunarprófi í íslensku (jafngildir einu staðalfráviki eða meira fyrir neðan meðaltal) voru skilgreindir með lestrarvanda. Nemendur sem fengu 15 eða lægra í samræmdu könnunarprófi í íslensku (jafngildir einu og hálfu stað- alfráviki eða meira fyrir neðan meðaltal) voru skilgreindir í miklum lestrarvanda. Sökum smæðar úrtaksins var ekki unnt að nota einkunnina 10 eða lægra í íslensku- prófinu (jafngildir tveimur staðalfrávikum eða meira fyrir neðan meðaltal) til þess að skilgreina mikinn vanda, þar sem búast mátti við að aðeins þrír til fjórir nemendur í úrtakinu hefðu fallið í þann hóp. Niðurstöður Niðurstöður eru kynntar í þremur hlutum. Fyrst er fjallað um árangur nemenda í fjórum prófhlutum Logos og samræmdu könnunarprófi í íslensku og hversu sterkt samband var á milli árangurs í prófunum tveimur. Því næst er skýrt frá forspá Logos um árangur í samræmdu könnunarprófi í íslensku. Á grundvelli þeirra niðurstaðna voru þeir prófhlutar Logos sem spáðu best fyrir um árangur í íslensku valdir og fjallað um gagnsemi þeirra í skimun. Lýsandi tölfræði Árangur þátttakenda í prófhlutum Logos (M = 47,6 til 57,4) og námsþáttum í sam- ræmda könnunarprófinu í íslensku í 4. bekk (M = 28,9 til 31,6) var í meðallagi og sambærilegur árangri nemenda á lands- vfsu (1. tafla). Ekki er munur á frammi- stöðu drengja og stúlkna í prófhlutum Logos (f(184) = -1,9 til 1,5, p > 0,05). Þá er frammistaða kynjanna jöfn í þremur af fjórum prófhlutum samræmda könnunar- prófsins í íslensku. í prófhlutanum ritun er frammistaða stúlkna (M = 31,6, sf = 7,8) betri en frammistaða drengja (M = 27,1, sf = 8,3), (f(184)= -3,8, p < 0,05). Fjöldi og hlutfall nemenda sem flokk- ast með vanda eða mikinn vanda í lestri eftir árangri þeirra í samræmdu könn- unarprófi í íslensku kemur fram í 2. töflu. Af 187 þátttakendum í rannsókninni eiga alls 26 (13,9%) í lestrarerfiðleikum þegar lokaeinkunn í samræmdu könnunarprófi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.