Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2014, Blaðsíða 53

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2014, Blaðsíða 53
Viðhorf grunnskólanemenda á Islandi og í Finnlandi til tækni og námsgreinarinnar hönnunar og smfði viðfangsefni námsgreinarinnar getur haft áhrif á viðhorf kynjanna. í rannsókn þeirra voru viðhorf stúlkna jákvæðust þegar kom að hönnun og smíði en síður gagnvart tæknilegum viðfangsefnum. Munurinn á áhuga kynjanna á tækni og tæknilegum fyrirbærum birtist í ólíkum viðfangsefnum kynjanna. Líklegt er að staðalmyndir hafi bæði áhrif á stúlkur og drengi þegar kemur að viðhorfum til tækni (Boser, Palmer og Daugherty, 1998; Silverman og Pritchard, 1993a; Silverman og Pritchard, 1993b). Ef við gerum ráð fyrir að drengir fáist meira við tæknileg viðfangsefni, t.d. í gegnum leik, þá halda drengir líklega í staðalmyndir um hlutverk kynjanna sem tengjast tækni (Autio og Hansen, 2002). Munurinn á áhuga drengja og stúlkna á tækni og tæknilegum fyrir- bærum hefur einnig áhrif á áhuga þeirra á að læra um tækni og jafnvel á áhuga þeirra á framtíðarstarfi tengdu tækni (Autio og Hanssen, 2002; Byme, 1987; Halperin, 1992; Silverman og Pritchard, 1993a). Til em fræðilegar rannsóknir sem gætu skýrt þessar niðurstöður að hluta. Je- wett (1996) komst að þeirri niðurstöðu að tækni væri ekki enn álitið hefðbundið svið fyrir konur og að uppeldi og skólastarf drægi úr áhuga stúlkna á tækni. Silverman og Pritchard (1996) ályktuðu að stúlkur mynduðu síður tengingu á milli þess sem þær lærðu um tækni og möguleika sinna á framtíðarstarfi sem tengdist tækni. Rann- sókn þeirra árið 1993 sýndi jafnframt að kynjamismunun í námi hafði áhrif á við- horf stúlkna til tækni sem mikilvægs þátt- ar í framtíðarstarfi (Silverman og Pritch- ard, 1993a). í rannsókn Autio (Autio, 1997) hylltust drengir í Finnlandi til að velja hönnun og smíði og stúlkur textílmennt (Autio, 1997). Mikið hefur verið gert til að yfirstíga þessi norm í samfélaginu síðan rannsókn Autio (1997) var gerð. Til dæmis nema bæði stúlkur og drengir náms- greinar er tengjast tækni, svo sem hönnun og smíði og ekki var munur á milli kynja þegar nemendur voru spurðir hvort bæði kynin gætu skilið tækni og tæknileg fyrir- bæri. Hugsanlegt er að breytt viðhorf sam- félagsins til hlutverka kynjanna hafi haft áhrif á þá niðurstöðu (Autio og Soobik, 2013; Boser, Palmer og Daugherty, 1998). Munur var á viðhorfum nemenda til tækni og námsgreinarinnar hönrtunar og stni'ði í Finnlandi og á íslandi. íslensku nem- endurnir voru á heildina litið jákvæðari. Þessi niðurstaða bendir til þess að íslenska námskráin, sem inniheldur handmennta- greinarnar hönnun og smíði og textílmennt henti báðum kynjum og þær nái að vekja áhuga nemenda. Hugsanlegt er einnig að áhersla íslensku námskrárinnar á frelsi nemenda til eigin sköpunar og verklega framkvæmd hafi þar áhrif (Menntamála- ráðuneytið, 2007; Zuga,1994; Weber og Custer, 2005; Autio og Soobik, 2013). í aðal- námskrá grunnskóla á íslandi er jafnframt lögð áhersla á einstaklingsmiðað nám og nýsköpun er þar einnig mikilvægur þáttur (Menntamálaráðuneytið, 2007). Einnig kom í ljós að viðhorf drengja í báðum löndum voru jákvæðari til náms- greinarinnar hönnunar og smíði en viðhorf stúlkna. Ef til vill hentar innihald nám- skrárinnar betur drengjum en stúlkum. Þegar verið er að þróa námskrá, námsefni og kennsluaðferðir sem tengjast tækni þarf því að taka tillit til mismunandi þekking- arstigs stúlkna og drengja. Þannig mætti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.