Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2014, Blaðsíða 42

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2014, Blaðsíða 42
Brynjar Ólafsson, Gísli Þorsteinsson og Ossi Autio Inngangur Námsgreinin hönnun og smíði á rætur í hugmyndafræði uppeldismiðaðra hand- mennta (s. slöjd) bæði á íslandi og í Finn- landi. Hún hefur þó þróast í tímans rás með samfélagslegum breytingum og þró- un nútímatækni. Slöjd, sem kallað hefur verið uppeldismiðaðar handmenntir (Gísli Þorsteinsson og Brynjar Ólafsson, 2013), er uppeldiskerfi sem nýtir handverk sem tæki til að efla þroska barna í gegnum skólastarf. Nemandinn lærir mismunandi handverksaðferðir, svo sem trésmíði, málmsmíði, saumaskap, prjón og hekl, og nýtir þær til að búa til gagnlega hluti (Borg, 2006; Salomon, 1893). í slöjdstefn- unni var lögð áhersla á að skapa jafnvægi milli likamlegra og andlegra þátta (Thane, 1914), með heildstæða þróun barnsins að leiðarljósi, til að þróa hinn fullkomna borgara (Moreno Herrera, 1998). Greinin er byggð á rannsókn á við- horfum 11 og 13 ára nemenda á íslandi og í Finnlandi til tækni og til námsgreinar- innar hönnunar og smíði. Ástæður þess að þessi lönd voru borin saman var sameigin- legur bakgrunnur greinanna og að lögð er áhersla á tækni í námskrám beggja land- anna. Uppbygging íslenska og finnska skólakerfisins er jafnframt áþekk. Heitið hönnun og smíði er hér notað bæði um ís- lensku námsgreinina og um sambærilega námsgrein í Finnlandi. Þegar talað er um tækni í þessari grein er átt við hugtakið tækni í almennum skilningi sem getu mannsins til þess að nýta sér umhverfi sitt sér til framdráttar. Tæknin verður til í samskiptum okkar við umhverfið og vegna aðstæðna sem við viljum breyta eða hafa áhrif á okkur. Mannkynið hefur hagnýtt vísindi og verkfræði til þess að búa til ýmiss konar verkfæri sem hafa breytt lífsskilyrðum þess á hverjum tíma. Tækni er mikilvægur þáttur í menningu okkar sem mótar ásýnd hennar, inntak, merkingu og tilgang. Hún er afrakstur af athöfnum fólks sem beitir ímyndunarafli sínu, sköpunargáfu, þekk- ingu og verklegri færni til að móta um- hverfi sitt í markvissum tilgangi (Mennta- málaráðuneytið, 1997). í Finnlandi er skólaskylda frá 7 ára til 16 ára aldurs og þar að auki stendur öllum sex ára börnum til boða nám í for- skóla. Almennir kennarar kenna 7-12 ára nemendum (1.-6. bekk), en sérmennt- aðir kennarar kenna 13-16 ára nemendum (7.-9. bekk). Framhaldsskólar þjóna nem- endum frá 17 til 19 ára aldurs og er mennt- uninni almennt skipt í bóknám og iðnnám (Lavonen og Autio, 2003). Hönnun og smíði er kennd í 1.-9. bekk. Á íslandi er skólaskylda hins vegar frá 6-16 ára aldurs. Almennir bekkjarkennarar kenna oft yngri börnum flestar námsgreinar en meira er um sérhæfða kennara á unglingastigi. Sérmenntaðir kennarar kenna þó yfirleitt list- og verkgreinar á öllum aldursstigum (Ministry of Education and Culture, 2013). Árið 1999 varð stefnubreyting í náms- greininni hönnun og smíði þegar hún var gerð að tæknimenntagrein með það að meginmarkmiði að þroska tæknilæsi íslenskra grunnskólanemenda (Mennta- málaráðuneytið, 1999). Þó að dregið hafi úr þessum áherslum í núgildandi námskrá eru þær enn til staðar (Menntamálaráðu- neytið, 2007). Sama áhersla ríkir í námskrá hliðstæðrar greinar í Finnlandi. Áhugavert var því að skoða viðhorf nemenda á fs-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.