Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2014, Blaðsíða 88

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2014, Blaðsíða 88
Vanda Sigurgeirsdóttir og Jakob Frímann Þorsteinsson 2003) og tengsl eru á milli jákvæðra tóm- stunda og lífsgleði og hamingju (Leitner og Leitner, 2012; Mannel, 2007). Frítíma- tengd vandamál, eins og ofneysla ýmissa vímuefna, veðmál, hreyfingarleysi, þjófn- aður og skemmdarverk eru á hinn bóginn gríðarlega dýr fyrir samfélagið (Leitner og Leitner, 2012; Platz og Millar, 2001; Wheeler, 2010; Wolburg, 2001). í þessu samhengi er nauðsynlegt að fram komi að skipulagt tómstundastarf í umsjón ábyrgra og reyndra aðila er líklegra til að hafa jákvæð áhrif en athafnir sem ekki eru skipulagðar og/eða ekki í umsjá fagfólks (Álfgeir Logi Kristjánsson, Jón Sigfússon, Inga Dóra Sigfúsdóttir og Hrefna Páls- dóttir, 2012). Aðstoð við fólk í frítímanum er því sérhæft starf sem krefst fagmennsku og sérþekkingar ef gæði þess eiga að vera tryggð. Fagmennska er ekki sjálfsögð heldur krefst sérþekkingar og sérnáms sem byggist á skilgreindum kenningum (Meyvant Þórólfsson, Allyson Macdonald og Eggert Lárusson, 2007). Ljóst má því vera að menntaðir tómstunda- og félags- málafræðingar hafa mikilvægu hlutverki að gegna og því er áríðandi að gagnsemi og gæði námsins standist þær kröfur sem til þess eru gerðar. Árangur og gæði í háskólanámi Rannsakendur og aðrir áhugamenn um uppeldi og menntun hafa á síðustu ára- tugum fjallað töluvert um hugtök eins og gæði, skilvirkni, fagmennsku, umbóta- starf, þróun náms og sjálfsmat (Gajda og Koliba, 2007; Sergiovanni, 2009; Sigurlína Davíðsdóttir, 2008; Steinunn Helga Lárus- dóttir, 2002). Þessi umræða er áberandi í tengslum við öll skólastig á íslandi, allt frá leikskóla til háskóla. Ef litið er sérstaklega til háskólans sést að áherslur á að mæla árangur og gæði í háskólastarfi hafa verið ofarlega á baugi, bæði hér á landi og er- lendis. Til merkis um það gaf mennta- og menningarmálaráðuneytið út reglur um gæðaeftirlit með háskólakennslu í þeim tilgangi að efla markvisst íslenska há- skóla og tryggja samkeppnishæfni þeirra á alþjóðavettvangi (Reglur um eftirlit með gæðum kennslu og rannsókna í háskólum, nr. 321/2009). Hér á landi hefur ýmislegt verið gert til að mæla árangur og gæði í háskólanámi, til að mynda stjórnsýslu- og gæðaúttektir og ýmsar rannsóknir (sjá t.d. Guðrún Geirsdóttir og Gyða Jóhanns- dóttir, 2011; Ingibjörg Kaldalóns og Ally- son Macdonald, 2005; Menntamálaráðu- neytið, 2006; Ríkisendurskoðun, 2005). í nokkrum tilfellum hefur verið leitað til fyrrverandi nemenda eins og gert er í þessari rannsókn. Má þar nefna rannsókn á viðhorfum tveggja útskriftarárganga við HÍ en í þeirri rannsókn kom í ljós að þátt- takendur töldu sig almennt vel búna undir verkefni í starfi þegar námi lauk. Voru þeir einnig mjög jákvæðir gagnvart gildi náms- ins og var ánægjan jöfn og almenn hvort sem námi lauk 2001 eða 1993 (Ríkisendur- skoðun, 2005). í raun má segja að það sama gildi um rannsókn sem gerð var árið 2012 meðal fyrrverandi nemenda við Há- skóla íslands sem luku námi árið 2010 (Ás- dís Aðalbjörg Arnalds, Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, Guðný Bergþóra Tryggvadóttir og Heiður Hrund Jónsdóttir, 2012). Gildi og gagnsemi námsins kom almennt vel út og voru nemendur fremur ánægðir. Rann- sóknin Gildi og gagnsemi náms í HA sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.