Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2014, Blaðsíða 113

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2014, Blaðsíða 113
Viðhorf til samþættingar skóla- og frístundastarfs í fjölmenningarskóla breytingar sem orðnar voru á skipulagi skóla- og frístundastarfsins. Því var lögð áhersla á að afla upplýsinga um sjónarhorn barna, foreldra, kennara og frístundaleið- beinenda/stuðningsfulltrúa. Gögnum var safnað með fjórum aðferðum: viðtölum, rýnihópum, vettvangsheimsóknum og með því að afla skriflegra gagna. Eigind- leg gögn af þessum toga veita góða innsýn í reynslu, viðhorf og skoðanir þátttakenda (Kvale, 2007). í rannsóknum með fólki koma upp siðferðileg álitamál sem lúta að vernd og hagsmunum þátttakenda, friðhelgi einka- lífs og mögulegum skaða (Ástríður Stef- ánsdóttir, 2013). Hér er því forðast að gefa upplýsingar sem rekja má til einstaklinga. Leyfi fyrir rannsókninni fengust hjá skóla- stjórnendum, starfsfólki og foreldrum. Þátttakendur fengu upplýsingar um mark- mið og fyrirkomulag rannsóknarinnar, og veittu skrifleg leyfi. Börn veittu munnlegt leyfi, en foreldrar þeirra skiluðu skriflegu leyfi fyrir þeirra hönd. Ekki eru notuð nöfn einstaklinga, heldur fá viðmælendur sem vísað er til gervinöfn. Rannsakendur studdust enn fremur við ýmis skrifleg gögn frá Reykjavíkurborg, skýrslur, fundargerðir og gögn frá skól- anum, svo sem kennsluefni, stundatöflur og starfsáætlanir, til að varpa Ijósi á mark- mið og framkvæmd þróunarverkefnis- ins í Fellaskóla. Rannsakendur byrjuðu á því að funda með skólastjórnendum og deildarstjóra 1. og 2. bekkjar til að ræða markmiðin með matinu og framkvæmd þess. Viðtöl voru tekin við skólastjóra, deildarstjóra, þrjá kennara og fjóra frí- stundaleiðbeinendur sem einnig störfuðu sem stuðningsfulltrúar. Framvegis verður vísað til þeirra í þessari grein sem frí- stundaleiðbeinenda. Spurt var um upphaf og undirbúning þróunarverkefnisins, um hlutverk og starf viðkomandi, um stuðn- ing og samstarf og kosti og galla breyttra starfshátta. ÖIl viðtöl fóru fram í húsnæði skólans og tók hvert viðtal 40-60 mín. Að beiðni starfsfólks voru viðtöi ekki hljóð- rituð, en teknar voru skriflegar nótur sem bornar voru undir viðmælendur. Rannsóknir með börnum krefjast þess að beitt sé aðferðum sem valdefla börn og auðvelda þeim að tjá skoðanir sínar og viðhorf (Jóhanna Einarsdóttir, 2012). í þessari rannsókn var beitt aðferð sem felst í því að börnin taka á móti rannsakendum og sýna þeim skólann sinn og frístunda- heimilið (svokölluð „walk and talk" að- ferð, sjá Klerfelt og Haglund, 2011). Þannig verður barnið sá aðili sem veit betur og er á heimaslóð en rannsakandinn sá sem ekki veit, gestur á svæði barnsins. Sex börn úr 2. bekk tóku á móti rannsakendum tvö og tvö saman á skólatíma. Börnin fengu lykla hjá starfsfólki skólans og voru beðin að sýna rannsakendum aðstöðuna og segja þeim frá daglegu starfi. Samtölin voru tekin upp og síðar afrituð. Viðtölin stóðu yfir í 20-25 mín. en börnin vildu oft spjalla lengur og sýna okkur miklu meira en tími gafst til. Þau virtust hafa mjög gaman af því að sýna skólann sinn, og sýndu okkur einnig bókasafnið og íþróttahúsið. Til að afla sem mestra upplýsinga á skömmum tíma um viðhorf foreldra voru haldnir rýnifundir með foreldrum (Kruger og Casey, 2000). Við Fellaskóla eru þrír fjölmennustu nemendahóparnir frá ís- landi, Póllandi og Filippseyjum. Því var ákveðið að hafa þrjá rýnifundi þar sem 111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.