Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2014, Blaðsíða 13

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2014, Blaðsíða 13
Skilvirkni Logos í lestrarskimun þeirra er fjölbreytt og sömuleiðis áherslur. Það er þó fyrst og fremst tilgangur þeirra sem greinir þau frá öðrum prófum, fremur en innihald þeirra. Gagnsemi skimunar- prófa er metið út frá því hvort viðunandi hlutfall barna með vanda finnst án þess að því fylgi óhóflegur kostnaður. Venju- lega er nákvæmni skimunarprófs í lestri metið með því að bera saman niðurstöðu þess og rækilega greiningu á lestrarfærni. Einnig er vel þekkt erlendis að eiginleíkar skimunarprófa í lestri séu metnir út frá tengslum við útkomu á samræmdum prófum eða stöðluðum kunnáttuprófum (Kilgus, Methe, Maggin og Tomasula, 2014; Reschly, Busch, Betts, Deno og Long, 2009). Greiningarpróf í lestri (e. diagnostic reading tests) eru notuð í rækilegu mati á lestrarfærni barna. Þegar barni er vísað úr lestrarskimun í greiningu á lestrarfærni eru greiningarpróf í lestri meðal annars notuð. Þessi próf meta marga þætti, eru yfirleitt stöðluð og tímafrek í fyrirlögn (Sattler, 2014). Niðurstaða þeirra gerir mögulegt að bera frammistöðu barna saman og meta styrk þeirra og veikleika í lestrarfærni. Sér- þjálfað fagfólk sér um fyrirlögn, úrvinnslu og túlkun slíkra prófa. Fyrirlögn á grein- andi lestrarprófi er bæði kostnaðarsöm og h'mafrek. Af þeim sökum er ekki raunhæft að láta alla nemendur í tilteknum árgangi þreyta slík próf í fullri lengd þegar leita á að nemendum í lestrarerfiðleikum eða í hættu á lestrarvanda. Ekkert er því til fyrirstöðu að nota einstaka hluta eða þætti úr greinandi prófi í skimun. Þetta hefur til dæmis verið gert hérlendis í skimun erfiðleika í stærðfræði með góðum árangri (Guðmundur B. Arnkelsson og Einar Guð- mundsson, 2003). Þegar einstakir hlutar eða þættir úr greinandi prófi eru notaðir í skimun tekur fyrirlögn stuttan tíma en meta verður réttmæti þessarar aðferðar á sama hátt og annarra skimunarprófa. Fjölmörg gagnreynd skimunarpróf í lestri hafa verið þróuð erlendis. Skimunar- próf sem reynst hafa árangursrík eru um margt ólík en eiga mörg það sameiginlegt að leggja mat á þekkingu barna á tungu- málinu og getu þeirra til þess að bera kennsl á prentuð orð, hratt og örugglega (Farver, Nakamoto og Lonigan, 2007; Kil- gus o.fl., 2014; Reschly o.fl., 2009; Torge- sen, 2002). Hérlendis hafa nokkur próf verið notuð til að skima fyrir lestrarerfiðleikum með formlegum og óformlegum hætti. Þar á meðal eru HLJÓM-2 og Leið til læsis. HLJÓM-2 er aldursbundin skimun ætluð til að meta hljóðkerfis- og málvitund barna í elsta árgangi leikskólans, í því skyni að finna þau börn sem eiga á hættu lestrar- vanda (Jóhanna Einarsdóttir, Ingibjörg Símonardóttir og Amalía Björnsdóttir, 2011). Lagt er mat á sjö færniþætti hjá barninu. Prófið er staðlað og hefur reynst vel hérlendis. Rannsóknir hafa sýnt fram á tengsl milli árangurs barna á HLJÓM-2 og árangurs þeirra í samræmdum könnunar- prófum í íslensku og á málþroskaprófinu TOLD-2P Qóhanna Einarsdóttir, Amalía Björnsdóttir og Ingibjörg Símonardóttir, 2004; Jóhanna Einarsdóttir o.fl., 2011). Leið til læsis er yfirgripsmikið stuðn- ingskerfi í lestrarkennslu sem er ætlað að styðja við lestrarkennslu frá yngsta stigi grunnskólans og upp á unglingastig. Leið til læsis hefst með aldursbundinni skimun sem er lögð fyrir börn í 1. bekk í grunnskóla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.