Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2014, Blaðsíða 64

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2014, Blaðsíða 64
Sigríður Halldórsdóttir Hagnýtt gildi: Kenningin sem hér er sett fram hefur gildi fyrir háskólakennara í viðleitni þeirra til að stunda igrundandi sjálfsskoðun og sjálfsrækt sem háskólakennarar. Þá getur kenningin haft notagildi á námskeiöum fyrir verðandi háskólakennara. Meginatriðiö er að góðir háskólakennarar skapa gæðamenn- ingu og keppa eftir gæðum og eru þess vegna lykilpersónur í gæðum sem umbreytingu nema. Kenningin getur virkað sem spegill fyrir háskólakennara í stöðugri viðleitni þeirra til sjálfsskoðunar, sjálfsræktar og aukinnar sjálfsþekkingar. Þeir geta einnig notaö hana sem grundvöll að samræðum við aöra kennara um gæði sem umbreytingu. Þannig er hægt að koma auga á þætti sem hægt væri að efla í þeim tilgangi að ná fram meiri gæðum. Einnig gætu stjórnendur notað kenninguna sem grunn að starfsmannasamræðum sem ætlað væri að efla gæði. Inngangur Það er sjaldgæft að minnst sé á háskóla- kennara þegar vikið er að gæðum í háskól- um. Ein slík undantekning er umfjöllun Anderson, Hussman og Jensen (2009) sem telja að gæði í háskólum verði til í brenni- punkti sex þátta: nemenda, námsefnis, háskólakennara, kennslufyrirkomulags, kennslumenningar og hefða viðkomandi háskóla (sjá 1. mynd). Nokkuð hefur verið fjallað um flesta þessa þætti í íslenskum fræðiritum nema ef vera skyldi háskóla- kennarann sjálfan. Nýjasti íslenski fengur- inn á sviði gæða í háskólakennslu er dokt- orsritgerð Önnu Ólafsdóttur, „Academics' conceptions of „good university teaching" and perceived institutional and external effects on its implementation" (Ólafs- dóttir, 2014). Anna rannsakaði hugmyndir íslenskra háskólakennara um „góða há- skólakennslu" og þætti innan og utan stofnunar sem þeir töldu hafa áhrif á það hvernig kennslan fer fram. Þar kemur fram mikilvægi ríkulegra gagnkvæmra sam- skipta nemenda og kennara, mikilvægi góðs kennsluundirbúnings sem miðar að því að hlúa að og efla skilning nemenda á viðfangsefninu, notkun leiðsagnarmats og mikilvægi þess að leggja áherslu á ýmis almenn námsmarkmið til viðbótar mark- miðum sem tengjast beint fagþekkingu á því sviði sem námið tekur til (Ólafsdóttir, 2014, bls. 10). Guðrún Geirsdóttir (2004a, 2004b, 2006) hefur bent á að háskólagrein- ar móti akademíska sjálfsmynd háskóla- kennara og starfshætti þeirra og að nem- endur í viðkomandi fræðigrein tileinki sér ekki aðeins ákveðna þekkingu og færni heldur einnig tungutak, orðræðu, rann- sóknaraðferðir og gildi sem fylgja því að tilheyra viðkomandi fræðigrein. Hún lítur á háskólakennara sem virka þátttakendur í námskrárgerðinni þannig að hugmyndir þeirra og ákvarðanir hafi veruleg áhrif á það hvernig háskólanemar tileinka sér fræðasamfélagið og verða hluti af því. í þessari grein er sjónum einkum beint að háskólakennurum og þá einkum því sem 1. mynd. Ylirlityíirþá þætti semAndersono.fi. (2009) telja ad hafi áhrif á gædi háskóla. I þessari grein er sjónum einkum beint að einum þættinum, háskóla- kennurum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.