Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2014, Blaðsíða 110

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2014, Blaðsíða 110
Kolbrún Þ. Pálsdóttir, Brynja Elisabeth Halldórsdóttir og Ester Helga Líneyjardóttir skóla, en ýmis sérúrræði beina athyglinni gjarnan að sérþörfum barnanna fremur en styrkleikum þeirra (Delpit, 1995). Skilningur á íslenskri tungu er for- senda þess að efla megi menningarlæsi nemenda og er talið að það sé „lykill að íslensku samfélagi, íslensku skólastarfi [...] og brúi ólíka menningarheima" (Samúel Lefever og Inga Karlsdóttir, 2010, bls. 111). Við máltöku íslensku sem annars máls er mikilvægt að flag (e. input) íslensku sé sem mest í umhverfi nemandans (Birna Arnbjörnsdóttir, 2007). Með ílagi er átt við aðgang nemenda að íslensku í umhverfi sínu (Samúel Lefever og Inga Karlsdóttir, 2010). í stefnu Skóla- og frístundasviðs um fjölmenningarlegt skóla- og frístundastarf (Reykjavíkurborg, 2014) kemur fram að máltaka íslensku sem annars máls er langt ferli og æskilegt að nemendur verji a.m.k. 50% vökutíma síns í íslensku málumhverfi til að árangur náist. Rannsóknir hafa jafn- framt sýnt að það geti tekið eitt til tvö ár að ná tökum á tungumáli sem nýtist í dag- legum samskiptum, en allt að sex til sjö ár að ná fullri færni í tungumáli skólans (Cummins, 2000; Elín Þöll Þórðardóttir, 2007). Að læra tungumál krefst mikillar þolinmæði, og er mikilvægt að kennarar sýni skilning á því að stundum nota börn eigið móðurmál sín á milli til að styrkja hvert annað við námið (Elín Þöll Þórðar- dóttir, 2007; Mökkönen, 2013). Rannsóknir sýna að börn læra tungumál ekki síst með samskiptum og virkri þátttöku í samfélagi (Birna Arnbjörnsdóttir, 2007; Cameron, 2001; Lilja Rós Þórleifsdóttir, 2009). Því er nauðsynlegt að beina sjónum að hinum félagslega þætti skólastarfsins. Félagsfærni og tengslamyndun Börn verja stórum hluta vökutíma síns í að hugsa um vini sína, reyna að eignast vini eða koma í veg fyrir vinslit (Bagwell og Schmidt, 2011). Rannsóknir sýna að börn í skólum hafa tilhneigingu til að velja leik- félaga sem tala sama tungumál og deila með þeim menningarheimi (Delpit, 2012; Tatum, 1999). í fjölmenningarlegu skóla- starfi er því sérstaklega mikilvægt að vinna með félagslegt umhverfi barna og styðja góð samskipti og myndun vinasam- banda innan skólans (Nína Magnúsdóttir, 2010; Sigurveig Kristjánsdóttir, 2010). í barnæsku og á unglingsárum er talið mikilvægast fyrir börn að mynda tengsl við fjölskyldu sína, skólastofnun og vini (Guðrún Finnsdóttir, 2010). Hirschi (1969) hélt því fram að fjórar meginástæður þess að einstaklingar sýndu frávikshegðun á fullorðinsárum væru skortur á geö- tengslum (e. attachment), skuldbindingu (e. commitment), þdtttöku (e. involvement) og loks viðhorfum (e. belief). Því er mikil- vægt að finna leiðir til að efla sjálfsmynd barna og traust og gagnkvæma virðingu í skóla- og frístundastarfi. Tengslamyndun misheppnast þegar einstaklingnum tekst ekki að mynda jákvæð geðtengsl við mik- ilvæga einstaklinga í nærumhverfi sínu. Jákvæð geðtengsl (e. secure attachment) eru skilgreind sem tilfinningaleg tengsl sem einstaklingur myndar við einstakling eða hópa og stuðla að öryggi og vellíðan (Sampson og Laub, 1990). Niðurstöður rannsókna hafa leitt í ljós að lendi bam í andstreymi getur einn einstaklingur sem trúir á það, hvetur það áfram og barnið getur treyst á skipt sköpum (Sampson og Laub, 2005; Werner og Smith, 2001).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.