Ný sumargjöf - 01.01.1865, Page 8
8
þeir Ledoux höfðu undið upp segl og sigldu út eptir
ánni. Ryk var í Tamangó eptir brennivínið. Hann kallaði
á konu sína, er Ayché hét. Honum var sagt, að hana
hefði henl þá ógæfu, að gjöra honum ímóti skapi, og hefði
hann gefið hvila manninum hana; hefði hann hafl hana á
burt með sér. Tamangó stóð agndofa um hríð. Síðan
þrífur hann bissu sína, hefur á rás og hleypur til sjáfar.
Áin fellur t bugðum, og hugðist hann því inundu koma
jafnsnemnta skipinu til sjávar, er hann fór beinustu leið.
þetta fór sem hanu hafði ætlað; hann kom fram í vík
einni lítilli, eigi Iangt frá árósinum, tók þar bát, og reri
til skipsins.
Ledoux brá í brún, er hann sá Tamangó þar kominn,
og varð forviða þegar hann varð þess vís, að Tamangó
heimti aptur konuna. Ledoux kvað þess enga von, að
hann fengi konuna aptur, og vildi ekki meira við hann
ræða. Tamangó bauð fyrir hana mikinn hlnta vöru þeirrar,
er hann hafði fengið fyrir þrælana. Ledoux hló að honum,
og mælti: „Ayché er fögur kona , og mun eg ekki láta
hana“. Tók þá Tamangó að gráta , og æpa ákaflega.
Hann veltist um, sem maðkur, á þiljunum, og kallaði á
konu sína; stundum barði hann höfðinu við stórviðu, eins
og hann ætlaði að rola sig. Ledoux gaf þessu engan gaum.
Hann benti Tamangó á ströndina, og gaf honum í skyn,
að honum væri ráðlegast að dragast til lands. En Tamangó
lét sér ekki segjast. Kom þar loks, að hann bauð Ledoux
axlarmerki sín hin gtillnu, bissu sina og sverð. Kom það
allt fyrir ekki.
Stýrimaður kom að í þessu ; hann mælti við Ledoux:
„í nótt hafa drepizl þrír þrælar, og er nú rúmgott. Tökuin