Ný sumargjöf - 01.01.1865, Page 9
9
þrjót þenna; hann er einn saman meira virði, enþeirþrir,
er tlrápust.“ Ledoux hugsaði málið um stund. Sá hann
að hann mundi geta selt Tamangó fyrir þúsund dali.
Mundi þetla að líkindum verða seinasta för hans. Hann
hafði þá fengið of fjár, og ætlaði að hætta þrælaverzluninni.
þólti honum því litlu skipta, hvort hann gæti sér góðan
orðstír á Afríku ströndum, eða ekki. Tamangó var nú
kominn á hans vald, en engir i grennd, er honum gætu
veitt. þurfli þá ekki annars við, en að ná af honum
vopnunum, því að honum þótti líklegt, að hann mundi
gjöra þeim mannspell, ef liann kæmi vopnum við. Hann
bað Tamangó fá sér bissuna, og kvaðst vilja meta hana móti
Ayché. A sama hátt fékk stýrimaður náð sverðinu af
Tamangó. Hlupu þá á hann tveir af skipverjum, þeir er
sterkastir voru; höfðu þeir hann undir, ogætluðuað fjötra
hann. Tamangó brauzt um fast, og með þvl að hann
var allra manna sterkastur, fékk hann upp staðið; rak
hann öðrum þeirra löðrung svo mikinn, að hann féll við
og lá þegar í óviti; hann sleit sig af hinum, og hljóp
sem vitstola á stýrimann; ætlaði hann að ná sverði sinu.
En stýrimaður færði sverðið í liöfuð honum, og veitti honum
sár mikið, en ekki djúpt. Féll Tamangó þá í annað sinn.
Hann var þegar i járn lagður. Hann æpti ógurlega meðan
liann varðist, og hamaðist sem jötun. En hvorki heyrði
til lians stun né hósta frá því hann var bundinn.
Ledoux talaði við stýrimann. Kvað hann svertingja
ærið glaða verða mundu, er þeir sæju Tamangó þar
kominn, og eigi betur staddan en þeir sjálfir voru Gæti
þetta og verið þeim lil sanuinda merkis um, að guðleg
forsjón væri til. — Nú er það af Tamangó að segja, að