Ný sumargjöf - 01.01.1865, Blaðsíða 12
12
sáust þar menn; höfðu þeir fólgizt i skóginum. þai
voru margskonar hljóðfæri slegin, og kann eg ekki nöfn
þeirra; en aldrei hef eg heyrt jafnill og leið læti, og
ekki held eg að 100 púkar geli æpt svo, að verra sé.
Óðar en konurnar heyrðu lætin, tóku þær að litra og
skjálfa, vildu þær hlaupa burt, því að þær vissu skömmina
uppá sig; en menn þeirra héldu þeim.
þá kom fram úr skóginum tröll mikið, svo hátt sem
siglutré; það var hvítt á að sjá; höfuðið ógurlega mikið
og llkast tunnu, augun á 'stærð við glngga; kjapturinn eins
og á fjandanum sjálfum, og stóð úr eldur.
Tröllið gekk hægt og hægt; ekki fór það lengra en
steinsnar frá skóginum. Konurnar kölluðu: „þarna er
Mama-Jumbo.“ Æptu þær mjög af ofboði og hræðslu.
Sögðu þá sverlingjar við konur sínar: „Segið mér nú,
hvort þér hafið tekið fram hjá; þarna sjáið þér Mama-
Jumbo, og mun hann rífa yðtir í sig, ef að þér ljúgið.“
Voru þá sumar svo heimskar, að þær gengust við Öllu,
og börðu menn þeirra þær, eins og harðan fisk.“
„En hvað var þá hvíta tröllið?“ mælti Ledoux, „það
var ekki annað en loddari einn, sem hafði vafið sig
hvítum voðum; hann bar staur langan, og sneri annar
endinn beint upp, hafði hann fesl þar á hýði af ávexti
einum, ákatlega miklum; inn í hýðið var lálið kerti og
kveykt á; þelta var höfuðið á tröllinu. þetla er nú allur
galdurinri; enda þarf ekki mikils við, til þess að leika
á svertingja. En þegar á allt er litið, er Mama - Jumbo
gagnlegur, og vildi eg að konan mín tryði á bann.“
Ledoux mælti: „Ekki trúir konan mín á Mama-Jumbo;
en það er annað, sem hún óttast. Hún veil gjörla, hversu