Ný sumargjöf - 01.01.1865, Side 18
18
sér hiirðarás tim öxl. Hann gekk upp á þilfarið, og báðu
svertingjar hann slýra skipinu. Hann gekk ad slýrinu.
Allir svertingjar höfðu tekið eptir hjóli einu aptan
til á skipinu, og lillum kassa, gagnvart þvi. Vissu þeir,
að með þessu tvennu mátti ráða ferðum skipsins; en ekkert
skildu þeir í þessum tilbúningi. Tamangó liorfði lengi á
leiðarsteininn, og lét sem hann læsi á hann. Siðan studdi
hann bönd undir kinn, og sat stundarkorn hugsandi. Svert-
ingjar stóðu þegjandi og gláptu á hann, sem tröll á heið-
rikju. Allt í einu þreif Tamangó i hjólið, og sneri þvi
snögglega, sem mest hann mátli.
það var þvi líkast, sem fjörugur hestur væri sporum
lostinn: slíkt viðbragð tók skipið. Síðan kastaði því á
hliðina, svo að rárnar óðu í sjó. þvi nær allir féllu, og
sumir úlbyrðis. Skipið reisti sig við aptur. þá tók að
hvessa. Allt í einu heyrðist breslur mikill. Bæði siglutrén
brotnuðu skammt fyrir ofan þilfarið, og féll þá allur
reiðinn niður áþiljurnar. þá urðu sverlingjar svo hræddir,
að þeir hlupu allir undir þiljur niður, og földust þar.
Skipið rak nú fyrir vindinum. þegar stund var liðin,
gengu þeir, er djarfastir voru, upp á þilfarið; ruddu þeir
þiljuruar og köstuða Öllu úlbyrðis. þá komu hinir einnig
upp. Tamangó stóð agndofa. Kona hans stóð lijá honum,
en ekki þorði hún við hann að mæta. Tók nú að gjörast
illur kurr meðal svertingja, og köstuðu brált illum
orðum á Tamangó. „þú ert bæði svikari og lygari,“
sögðu þeir; „þú veldur öllum óhöppum vorum. Fyrst
seldir þú oss hvitu mönnunum, og ginntir oss síðan til
þess að drepa þá; þú þóttist vera galdramaður, og hézt
að flytja oss til ættjarðar vorrar, og vér, heimskingjarnir