Ný sumargjöf - 01.01.1865, Qupperneq 19
19
trúðum þér! Vantaði ekki mikið á, að vér færumst
allir fyrir þá skuld, að þú hefir reitt til reiði goð hinna
hvílu inanna.“
Tamangó leit á þá reiðuglega, og þögnuðu þeir við.
Hann tók bissur tvær, og gjörði Ayché bending, að hún skyldi
fylgja sér. Hann gekk fram í skipið, og hrukku svert-
ingjar undan honum. þar gjörði hann sér vígi af stór-
viðum ogtunnum ; setlusl þau Ayché þar í; sáu svertingjar
ekki annað, en bissustingina, er út ^stóðu. Sumir af
sverlingjum grétu hástöfum, sumir báðust fyrir; ákölluðu
þeir ýmist goð sín, eða goð hvítra manna; sumir láu á
hnjánum hjá leiðarsteininum, og báðu hann færa sig
heim aptur; sumir lágu áþilfarinu fullir örvæntingar. þar
voru konur og börn æpandi; þar voru hérumbil 20 menn,
mjögsárir, er báðu hjúkrunar; en því skeytti enginn.
í því bili kom einn svertingja á þiljurupp; hann var
hýr í bragði; kvaðsl hann fundið hafa gnægð af brenni-
víni. Hlupu þá allir upp, og var drukkið óspart. þegar
stund var liðin, voru allir orðnir ákaflega drukknir; var
þá glatt á hjalla, hlegið, sungið, dansað, flogizt á, og látið
öllum illum látum. Stundum heyrðust andvörp og kvein-
stafir hinna særðu manna. þelta gekk það er eptir var
dags, og alla nótlina.
Næsta rnorgun var allt komið í gamla horfið. Höfðu
margir af þeim, er sárir voru, látizt um nóttina. Sjávar-
gangur var mikill, og veður dimmt. Héldu nú svert-
ingjar ráðstefnu. Komu þá fram margir galdramenn og
buðust þeir til, að koma þeim úr öllum vanda; höfðu þeir
eigi þorað, að tala um vizku sínaj svo Tamangó hevrði.
Voru nú reyndar tnargar galdraþuiur; en það kont fyrir
2*