Ný sumargjöf - 01.01.1865, Blaðsíða 27
27
„því ferðu svo sneraraa heim?“ mælti svartklæddi
maðurinn.
„Eg er félaus, og get heldur ekki fengið peningalán“,
svaraði skraddarinn.
„það er sjálfum þér að kenna“, mælti komumaður.
„þú getur fengið auðæfi og allt, sem þú óskar þér, ef þú
vilt fara að mínum ráðum.‘;
Markús starði á komumann, ojg varð nú nokkuð hressari,
er hann heyrði auðinn nefndan. v
Komumaður tók nú aptur til máls, og sagði: „þú
mátl, vesæll maður, \inna baki brotnu , og átl þó ekki
málungi malar. Hvernig heldurðu þér litist á, að hafa
nægtir af öllu því, er veitt getur mönnum yndi og gleði?“
Nú varð Markús fegnari, en frá verði sagt, er hann
heyrði þetta. Komumaður mælti enn fremur:
„Eg var einusinni annar auminginn frá, en eg hafði
vitið fyrir mér. JNú er eg orðinn svo auðugur, að eg veit
ekki aura minna tal. Hefirðu aldrei heyrt þess getið, að
menn gætu fengið hjálp með forneskju og fjölkynngi?“
„Guð hjálpi mér!“ hljóðaði Markús upp yfir sig
„þegiðu eins og steinn,“ sagði komumaður og þreif
um leið óþirmilega í handlegginn á Markúsi. „Ef þú
hljóðar aptur svona, þá verðurðu að sælta þig við, að
setjast aptur við saumaborðið, og búa við sult og seyru
eins og þú hefir gjörl hingaðtil.“
Markús kvaðst skyldu þegja.
„það eru ekki önnur eins ósköp, og menn ímynda
sér,“ mælli koinumaður; „það er hægðarleikur; það er
ekki langrar stundar verk.“