Ný sumargjöf - 01.01.1865, Qupperneq 29
29
heyra eins og þjótandi slormbylur. — Markús gat engu
svarað fyrir ótta sakir.
„Svaraðu mér,“ sagði kölski. „Hvað viltu mér?“
Markús féll á kné og mælti:
„Eg vil ekkert; mig vantar ekkert.“
„þú armastur allra manna,“ mælti kölski, „þú lýgur.
Seg mér, hvað þú vilt, ella skaltu eiga mig á fæti; eg
tek þig orðalaust, og fer burt með þig, ef þú ekki segir
mér einsog er.“
„þú mátt ekki reiðast mér,“ mælti skraddarinn; „eg
er bláfátækur, en vildi feginn vera ríkur, það er að segja,
ef“ . . . En þá tók kölski fram í, glotti kýmilega til hans
og mælti:
„Vel segir þú, eg skil hvað þú vilt. „Gef mér, gef
mér,“ það er ávall viðkvæðið hjá Adams börnum. En það
skal verða sjálfum þér að kenna, ef þú ekki verður auð-
ugur. þú mátt óska þér þrisvar; óskaðu eins ogþúvilt.“
þegar skraddarinn heyrði þetla, réði hann sér ekki
fyrir gleði og mælli:
„það er meira en nóg. Fyrsta óskin skal verða svo,
að eg mun ekki þurfa að óska mér optar. Eg veit, hvers
eg á óska mér.“
„Af hverju veiztu það?“ spurði kölski, og leit um
leið svo fvrirlitlega á skraddarann, að það lá við sjátft,
að hann mundi hníga niður af ótta. „En eplir á að hyggja,
eilt verðurðu að gjöra áður; þú verður að gefa mér
ofurlítið skýrteini.“
„Skýrteini! því það?“ spurði skraddarinn.
„það er nú góð og gömul regla, sem eg hef, þegar
svo ber undir,“ mælti kölski. „þú átt aðeins að gefa mér