Ný sumargjöf - 01.01.1865, Page 30
30
skriflegt skýrleini fyrir því, afl þú viljir konia með mér
eptir sjö ár, og gjörast minn maður. Annars beiðist eg
ekki fyrir allar velgjörðir, sem eg mun veita þér.“
„Ónei, það verður ekki af þvi,“ mælti skraddarinn.
„Eigðu sjálfur auðæfin þín; að slikum kostum geng eg
ekki.“
„Heyrá endemi!“ öskraði andskotinn~; „eg tek þig þá
nú þegar- Veiztu ekki, að hver sem kallar á mig, hefir
ofurselt sig á vald mitt? þú mátt þakka fyrir, að eg er
svo vægur við þig, að lofa þér í sjö ár að njóta lífs og
lima, auðæfa og allra jarðneskra gæða, því, ef eg vildi,
gæli eg núna tekið þig.
„Sé svo, þá er bezt fyrir mig, að skrifa undir skjalið
kölska,“ sagði Markús við sjálfan sig.“
Kölski spretti í lófann á Markúsi svo að dreyrði úr.
Markús ritaði nú með blóðinu nafn sitt undir skjalið, og
þá reið önnur þruman. Kölski fór nú brolt, og hélt á
skjalinu í hendinni.
Nú var Markúseinn eptir, og bugði að þetta væri eigi
annað en draumur, en hann var blóðugur á hendinni,
og sá hann af því, hversu komið var. Hann fór nú heim,
en var svo sturlaður, að hann gat eigi litið upp á nokkurn
mann, og einkis neytt.
„það er eins og vant er,“ hugsaði Metta, „þegar
hann er lengi úti á kveldin iðrast hann þess eptir á“. En
nú var komið í það óefni fyrir Markúsi, að eigi var kyn,
þótt hann væri daprari þetta skiptið, en eudrarnær.
Metta bar miðdegisverð á borð og settust þau hjónin
við borðið, en Markús gat engum bita niðurkomið. Metta
mælti þá til hans blíðlega: